Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   lau 26. september 2020 18:48
Sverrir Örn Einarsson
Bjössi Hreiðars: Keflavík geta ekki klúðrað þessu
Lengjudeildin
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar hirtu öll stigin þrjú er þeir fengu Magna í heimsókn á Grindavíkurvöll í dag. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður, talsverðan vind og mikla bleytu á vellinum. Grindvíkingar leiddu 3-0 í hálfleik eftir að hafa leikið undan sterkum vindinum sem reyndist nægja til sigurs þótt Magni hafi minnkað munin í 3-1 þegar yfir lauk eftir sjálfsmark Grindvíkinga.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 Magni

„Þetta var sanngjarnt. Við bara kláruðum þetta í fyrri hálfleik 3-0 og gerðum það bara mjög vel. Svo var bara að vera skynsamur í seinni hálfleik.“
Sagði Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Grindavíkur um sitt mat á leiknum.

Grindavík lék án nokkura lykilmanna sem voru frá í dag ýmist vegna meiðsla eða leikbanna. Var Bjössi sáttur við þá menn sem komu inn?

„Mér fannst leikmenn standa sig vel. Það var hungur í mönnum og menn voru sprækir. Menn stóðu sína plikt mjög vel í dag og við erum ánægðir með þá sem spiluðu þennan leik.“

Varnarjaxlinn Josip Zeba lék ekki með Grindavík í dag vegna meiðsla en hann lék með Grindavík gegn Fram á dögunum þrátt fyrir meiðslin en hann ku vera með 4 brákuð eða brotin bein í fæti. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Zeba spili meira á tímabilinu en í samtali við fréttaritara fyrir leikinn í dag sagðist hann vera klár í að spila ef Bjössi biði hann um það.

„Við ákváðum að nota hann ekki í dag. Zeba er náttúrlega karakter og mikill jaxl þannig að það þarf mikið til að brjóta hann niður. Hann vill alltaf spila og þyrfti að vera á annar löppinni til að mögulega gefa leik frá sér.“

Grindavík er ennþá í tölfræðilegum möguleika að komast upp í Pepsi Max að ári þótt möguleikin sá sé ansi smár. Hver eru markmið Bjössa og Grindavíkur út móti?

„Það er alveg ljóst mál að Keflavík er komið upp. Það er pottþétt, þeir geta ekki klúðrað þessu það er alveg á hreinu. Svo er bara spurning hvort Leiknir eða Fram fylgi þeim eftir. Þessi þrjú lið geta ekki klúðrað þessu það er bara ekki hægt. Þannig að við hugsum bara um næsta leik og erum að reyna viðhalda því sem við erum búnir að vera að gera. Við erum að fara mæta mjög skipulögðu og öflugu liði Ólafsvíkur hérna á heimavelli á þriðjudaginn og það verður gríðarlega erfitt.“

Sagði Bjössi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner