Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 26. september 2022 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Slaven Bilic tekur við Watford (Staðfest)
Slaven Bilic.
Slaven Bilic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Króatinn Slaven Bilic hefur verið ráðinn sem nýr stjóri Watford á Englandi. Búið er að staðfesta þessi tíðindi.

Bilic er níundi stjóri liðsins á þremur árum. Félagið er mikið fyrir það að reka og ráða stjóra.

Eins og sagt var frá fyrr í dag þá var Watford að reka enn einn þjálfarann. Rob Edwards fékk bara ellefu leiki áður en hann var látinn taka pokann sinn.

Edwards tók við stjórn liðsins fyrir um fjórum mánuðum síðan - eftir að síðasta tímabili lauk. Edwards er 39 ára og er fyrrum varnarmaður Wolves og velska landsliðsins. Hann tók við Forest Green á síðasta ári og stýrði liðinu til sigurs í ensku D-deildinni. Þar áður þjálfaði hann U16 landslið Englands.

Bilic skrifar undir 18 mánaða samning við Watford og hans verkefni er að koma liðinu upp á þessari leiktíð Watford er núna í tíunda sæti Championship-deildarinnar.

Bilic hefur reynslu af því að koma liði upp úr þessari deild en honum tókst að gera það með West Brom. Hann er einnig fyrrum stjóri West Ham og króatíska landsliðsins.

Hans fyrsti leikur með Watford verður gegn Stoke á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner