Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. október 2021 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagur Dan sagður vera að ganga í raðir Breiðabliks
Dagur Dan í leik með Fylki í sumar.
Dagur Dan í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson er að ganga í raðir Breiðabliks frá Fylki að sögn Kristjáns Óla Sigurðssonar, fyrrum leikmanns Blika.

„Dagur Dan í Breiðablik. Krotað undir á morgun," skrifar Kristján Óli á Twitter.

Fram kom á Fótbolta.net í síðustu viku að það væri mikill áhugi á Degi frá félögum í efstu deild. Hann hefði meðal annars rætt við Breiðablik.

Þær viðræður gengu vel ef marka má það sem Kristján Óli segir.

Dagur, sem getur leikið á miðju og kanti, er 21 árs og skoraði eitt mark í 20 leikjum fyrir Fylki í sumar en liðið hafnaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar. Dagur lék áður með Mjöndalen í Noregi, Keflavík og Haukum.

Breiðablik endaði í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner