Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu í 2-0 sigri Lille á Lyon í frönsku deildinni í kvöld.
Hákon Arnar hefur lítið fengið að spreyta sig með Lille undanfarnar vikur en hann hafði aðeins spilað sautján mínútur frá því í byrjun október.
Hann kom inn af bekknum í hálfleik gegn Lyon og hjálpaði sínum mönnum að landa sigrinum.
Jonathan David og Tiago Santos sáu um að skora mörkin, sem kom með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik.
Lille er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig, sjö stigum frá toppliði Paris Saint-Germain.
Athugasemdir