Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán framlengir við Fram en spilar í Þorlákshöfn í sumar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar tilkynntu í dag að Stefán Þór Hannesson hefði framlengt samning sinn við félagið. Samningurinn er til tveggja ára en hann mun leika á láni hjá Ægi í sumar.

Stefán verður 27 ára í mars. Hann kom til Fram frá Hamri fyrir tímabilið 2021. Í yngri flokkunum lék hann með sameiginlegu liði Hamars og Ægis.

„Ægir endaði í þriðja sæti annarrar deildar síðastliðið sumar og er ljóst að Stefán er að fara í mikla baráttu í sumar. Stutt er að renna í Þorlákshöfn fyrir áhugasama Framara sem vilja fylgjast með okkar manni í sumar," segir í tilkynningu Fram.

„Það verður fyrst og fremst mikill söknuður af Stefáni, enda alltaf mikil lífsgleði og stemning í kringum hann. Stefán, eins og allir fótboltamenn, vildi spila fleiri leiki og er á leiðinni í skemmtilega en krefjandi deild. Við vonum að honum muni ganga mjög vel í sumar og verður gaman að fylgjast með," sagði Agnar Þór Hilmarsson, formaður knd. Fram í tilkynningu félagsins.

Í tilkynningu Ægis segir eftirfarandi: „Stefán er sunnlendingur mikill og uppalinn hjá grönnum okkar í Hveragerði, fór til Fram fyrir sumarið 2021 og verið þar síðan.
Stefán kemur með mikla samkeppni um markvarðarstöðuna og er mikilvægur fengur í baráttunni framundan í 2. deildinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner