Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lopetegui í banni á morgun: Hef verið vondur strákur
Mynd: Getty Images

Julen Lopetegui stjóri Wolves hefur gert góða hluti með liðið en hann tók við liðinu í nóvember af Bruno Lage.


Wolves var í mikilli fallbaráttu en honum tókst að bjarga liðinu frá falli þegar þrír leikir voru eftir.

Hann hefur verið ansi líflegur á hliðarlínunni en liðið mætir Arsenal í lokaumferðinni, Lopetegui verður hins vegar ekki á hliðarlínunni þar.

Það kemur til vegna þess að hann er í banni eftir að hafa nælt sér í fjórða gula spjaldið sitt á tímabilinu í síðasta leik. Hann ræddi málin á blaðamannafundi fyrir lokaumferðina og sló á létta strengi.

„Því miður fyrir mig því ég vil alltaf vera á bekknum en ég verð að taka þessu og verð að gera betur í næsta leik. Ég hef verið vondur strákur," sagði Lopetegui.

„Ég reyni að haga mér, trúið mér, ég reyni. Ég kann ekki við mig þegar ég sé mig svona, hver er þessi heimski srákur? Ég verð að bæta mig, ég reyni það."


Athugasemdir
banner
banner