Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. október 2020 19:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Bayern slapp með skrekkinn í Moskvu - Shakhtar byrjar vel
Þrettándi sigur Bayern í röð
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu þennan þriðjudaginn. Nú klukkan 20:00 hefjast svo sex leikir. Í Moskvu mættu meistarar síðasta árs, Bayern Munchen, liði Lokomotiv. Gestirnir komust yfir með marki Leon Goretzka en Anton Miranchuk jafnaði leikinn á 70. mínútu.

Joshua Kimmich náði að bjarga Bayern með sigurmarki á 79. mínútu og byrjar Bayern mótið í ár með tveimur sigrum. Javi Martinez átti sendingu á Kimmich sem tók við boltanum og lét svo vaða með þeirri niðurstöðu að boltinn fór í netið. Sigurinn var ekki mjög sannfærandi hjá Bayern þar sem heimamenn áttu t.a.m. fleiri skot á mark heldur en Evrópumeistararnir. Sigur Bayern var þrettándi sigur liðsins í röð í Meistaradeildinni.

Þá var leikið í Úkraínu þegar Shakhtar tók á móti Internazionale. Þrátt fyrir nokkra yfirburði gestana frá Ítalíu tókst þeim ekki að skora í leiknum og niðurstaðan 0-0. Shakhtar að byrja mótið virkilega vel, með sigri á Real í fyrstu umferð og nú jafntefli gegn Inter.

Lokomotiv 1 - 2 Bayern
0-1 Leon Goretzka ('13 )
1-1 Anton Miranchuk ('70 )
1-2 Joshua Kimmich ('79 )

Shakhtar D 0 - 0 Inter
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner