Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   sun 27. október 2024 15:45
Elvar Geir Magnússon
Pétur Péturs hættur með Val (Staðfest)
Pétur með Mjólkurbikarinn.
Pétur með Mjólkurbikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verða þjálfaraskipti hjá kvennaliði Vals en Pétur Pétursson er hættur þjálfun liðsins. Undir stjórn Péturs vann Valur fjóra Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla en hann tók við liðinu árið 2017.

Í tilkynningu Vals segir að ekki sé ákveðið hvaða aðili muni taka við liðinu af Pétri en að ný stjórn vonist til þess að klára þau mál sem allra fyrst.

Tilkynning Vals:

Takk fyrir okkur Pétur Pétursson
Stjórn Knattspyrnudeildar Vals og Pétur Pétursson aðalþjálfari kvennaliðs Vals hafa komist að samkomulagi um að Pétur hætti þjálfun liðsins. Pétur hefur unnið fjóra íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðan hann tók við liðinu árið 2017.

„Pétur hefur náð stórkostlegum árangri með kvennaliðið okkar síðustu sjö ár og skapað margar góðar minningar sem við valsfólk verðum honum ævinlega þakklát fyrir. Pétur hefur átt stórkostlegan feril sem þjálfari sem spannar hátt í þrjátíu ár og við vitum öll hvað hann gerði sem leikmaður. Það er klárt að Pétur er eitt af þessu stóru nöfnum þegar kemur að fótboltanum hér á landi. Hann er nú á leið í verðskuldað frí til Spánar og óska ég honum alls hins besta og hlakka til þess að fá hann í kaffi niður að Hlíðarenda og rífast við hann um fótbolta,“ segir Björn Steinar Jónsson sem kjörinn var formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skömmu.

Pétur Pétursson er með einföld skilaboð:
„Takk fyrir mig.“

Ekki liggur fyrir hver mun taka við liðinu af Pétri en ný stjórn vonast til þess að klára þau mál sem allra fyrst.
Athugasemdir
banner
banner