Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 27. nóvember 2022 21:47
Ívan Guðjón Baldursson
Morata: Ég gerði það sama og vanalega
Mynd: EPA

Alvaro Morata kom inn af bekknum og skoraði eina mark Spánverja í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi í kvöld.


Þetta var annað mark í öðrum HM leik Morata með Spáni en hann kom einnig inn af bekknum í stórsigrinum gegn Kosta Ríka í fyrstu umferð og skoraði.

Hann varð þar með fyrsti leikmaður spænska liðsins til að skora í fyrstu tveimur HM leikjunum sínum komandi inn af bekknum og aðeins þriðji til að gera þetta í sögu HM - eftir Memphis Depay 2014 og Ricardo Pelaez 1998.

„Þegar maður byrjar á bekknum er mikilvægt að vera einbeittur þegar röðin er komin að manni svo maður geti haft jákvæð áhrif til að hjálpa liðinu. Þetta var erfiður leikur gegn virkilega gæðamiklum andstæðingum - hérna mættust tvö lið sem gætu spilað í undanúrslitum eða úrslitaleik á HM," sagði Morata við BBC One að leikslokum.

„Þjálfarinn sagði mér að spila eins og ég geri vanalega: Halda boltanum, hjálpa liðinu og ráðast á auðu plássin. Þetta er það sem minn leikur snýst um og það sem ég gerði í þessum leik og öllum öðrum leikjum."

Spánn er með fjögur stig og frábæra markatölu eftir tvær umferðir en er ekki búið að tryggja sig áfram í útsláttarkeppnina. Spánverjar mæta Japönum í næstu umferð og nægir jafntefli til að tryggja sér toppsæti E-riðils. 

„Japan eru erfiðir andstæðingar, þeir hlaupa mikið og eru með taktísku hliðina á hreinu. Þetta verður erfiður leikur en svona er það á HM. Þetta eru allt erfiðir leikir."


Athugasemdir
banner
banner