Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fim 28. apríl 2022 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga
,,Fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á leikinn gegn FH. FH-ingar eru með fínt lið, hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga en eru með öflugan hóp. Þetta er spennandi og verðugt verkefni," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

FH-ingar verða án Eggerts Gunnþórs Jónssonar gegn Blikum og þá tekur Kristinn Freyr Sigurðsson út leikbann.

Halldór sá um að draga andstæðing Breiðabliks í 32-liða úrslitum og var gripinn í viðtal í kjölfarið.

„Allir eru heilir eftir leikinn gegn KR á mánudag. Þeir sem voru utan hóps hjá okkur gegn KR; Mikkel Qvist er að nálgast þetta, Adam [Örn Arnarson] er að koma til baka og Elli er að jafna sig eftir aðgerð og styttist í hann. Þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði Dóri.

„Það er engin spurning um að við lögðum upp með að vera með fullt hús stiga eftir tvo leiki, þú ferð inn í alla leiki til að vinna þá og ef það tekst þá ertu með fullt hús. Það eru búnir tveir leikir af ansi mörgum, við erum ánægðir með stöðuna en það er nóg eftir."

Þurfið þið að gera eitthvað öðruvísi gegn FH heldur en gegn KR?

„Við erum á heimavelli á rennandisléttum gervigrasvellinum okkar. Þó að KR-völlurinn hafi litið vel og það hafi verið unnið vel í honum þá var hann ekki frábær. Við fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar. Það má kannski búast við aðeins öðruvísi leik á sunnudag," sagði Dóri.

Í lok viðtals var hann spurður út í að mæta Val í bikarnum og gengið á útivelli samanborið við gengið á heimavelli.
Athugasemdir
banner