Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   fim 28. apríl 2022 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga
,,Fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á leikinn gegn FH. FH-ingar eru með fínt lið, hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga en eru með öflugan hóp. Þetta er spennandi og verðugt verkefni," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

FH-ingar verða án Eggerts Gunnþórs Jónssonar gegn Blikum og þá tekur Kristinn Freyr Sigurðsson út leikbann.

Halldór sá um að draga andstæðing Breiðabliks í 32-liða úrslitum og var gripinn í viðtal í kjölfarið.

„Allir eru heilir eftir leikinn gegn KR á mánudag. Þeir sem voru utan hóps hjá okkur gegn KR; Mikkel Qvist er að nálgast þetta, Adam [Örn Arnarson] er að koma til baka og Elli er að jafna sig eftir aðgerð og styttist í hann. Þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði Dóri.

„Það er engin spurning um að við lögðum upp með að vera með fullt hús stiga eftir tvo leiki, þú ferð inn í alla leiki til að vinna þá og ef það tekst þá ertu með fullt hús. Það eru búnir tveir leikir af ansi mörgum, við erum ánægðir með stöðuna en það er nóg eftir."

Þurfið þið að gera eitthvað öðruvísi gegn FH heldur en gegn KR?

„Við erum á heimavelli á rennandisléttum gervigrasvellinum okkar. Þó að KR-völlurinn hafi litið vel og það hafi verið unnið vel í honum þá var hann ekki frábær. Við fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar. Það má kannski búast við aðeins öðruvísi leik á sunnudag," sagði Dóri.

Í lok viðtals var hann spurður út í að mæta Val í bikarnum og gengið á útivelli samanborið við gengið á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner