Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
   fim 28. apríl 2022 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga
,,Fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á leikinn gegn FH. FH-ingar eru með fínt lið, hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga en eru með öflugan hóp. Þetta er spennandi og verðugt verkefni," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

FH-ingar verða án Eggerts Gunnþórs Jónssonar gegn Blikum og þá tekur Kristinn Freyr Sigurðsson út leikbann.

Halldór sá um að draga andstæðing Breiðabliks í 32-liða úrslitum og var gripinn í viðtal í kjölfarið.

„Allir eru heilir eftir leikinn gegn KR á mánudag. Þeir sem voru utan hóps hjá okkur gegn KR; Mikkel Qvist er að nálgast þetta, Adam [Örn Arnarson] er að koma til baka og Elli er að jafna sig eftir aðgerð og styttist í hann. Þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði Dóri.

„Það er engin spurning um að við lögðum upp með að vera með fullt hús stiga eftir tvo leiki, þú ferð inn í alla leiki til að vinna þá og ef það tekst þá ertu með fullt hús. Það eru búnir tveir leikir af ansi mörgum, við erum ánægðir með stöðuna en það er nóg eftir."

Þurfið þið að gera eitthvað öðruvísi gegn FH heldur en gegn KR?

„Við erum á heimavelli á rennandisléttum gervigrasvellinum okkar. Þó að KR-völlurinn hafi litið vel og það hafi verið unnið vel í honum þá var hann ekki frábær. Við fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar. Það má kannski búast við aðeins öðruvísi leik á sunnudag," sagði Dóri.

Í lok viðtals var hann spurður út í að mæta Val í bikarnum og gengið á útivelli samanborið við gengið á heimavelli.
Athugasemdir
banner