Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
   fim 28. apríl 2022 13:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga
,,Fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á leikinn gegn FH. FH-ingar eru með fínt lið, hafa kannski orðið fyrir smá skakkaföllum síðustu daga en eru með öflugan hóp. Þetta er spennandi og verðugt verkefni," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

FH-ingar verða án Eggerts Gunnþórs Jónssonar gegn Blikum og þá tekur Kristinn Freyr Sigurðsson út leikbann.

Halldór sá um að draga andstæðing Breiðabliks í 32-liða úrslitum og var gripinn í viðtal í kjölfarið.

„Allir eru heilir eftir leikinn gegn KR á mánudag. Þeir sem voru utan hóps hjá okkur gegn KR; Mikkel Qvist er að nálgast þetta, Adam [Örn Arnarson] er að koma til baka og Elli er að jafna sig eftir aðgerð og styttist í hann. Þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði Dóri.

„Það er engin spurning um að við lögðum upp með að vera með fullt hús stiga eftir tvo leiki, þú ferð inn í alla leiki til að vinna þá og ef það tekst þá ertu með fullt hús. Það eru búnir tveir leikir af ansi mörgum, við erum ánægðir með stöðuna en það er nóg eftir."

Þurfið þið að gera eitthvað öðruvísi gegn FH heldur en gegn KR?

„Við erum á heimavelli á rennandisléttum gervigrasvellinum okkar. Þó að KR-völlurinn hafi litið vel og það hafi verið unnið vel í honum þá var hann ekki frábær. Við fórum aðrar leiðir í þeim leik og svo sem engin leyndarmál þar. Það má kannski búast við aðeins öðruvísi leik á sunnudag," sagði Dóri.

Í lok viðtals var hann spurður út í að mæta Val í bikarnum og gengið á útivelli samanborið við gengið á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner