Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   mán 28. október 2024 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher uppljóstrar um sitt val fyrir Man Utd
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Xavi Hernandez.
Xavi Hernandez.
Mynd: EPA
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur uppljóstrað um það hvern hann myndi velja sem nýjan stjóra Manchester United.

Erik ten Hag var í morgun rekinn úr starfinu. Hollendingurinn vann tvo bikara sem stjóri United; deildabikarinn 2023 og enska bikarinn 2024. Gengi liðsins í deildinni og í Evrópu á síðasta tímabil og þessu sem nú er í gangi hefur verið langt frá því að vera viðunandi og því var ákveðið að láta Ten Hag fara.

Carragher telur að það hafi verið heimskuleg ákvörðun hjá Man Utd að halda í Ten Hag í sumar og það hafi verið klaufalegt hjá félaginu að missa af Thomas Tuchel sem var nýverið ráðinn landsliðsþjálfari Englands.

„Ég myndi ráða Gary Neville!" sagði Carragher léttur í dag en hann og Neville eru samstarfsfélagar á Sky Sports.

„Ég hef heyrt nafn Xavi nefnt. Hann var einn minn uppáhalds leikmaður. Mér finnst hann besti spænski fótboltamaður allra tíma. Hann hefur stýrt Barcelona og það var horft til hans sem næsta Pep Guardiola. Þegar hann var leikmaður þá bjuggust allir við því að hann yrði frábær þjálfari."

„Hann missti starfið sitt en hann vann samt sem áður La Liga gegn Carlo Ancelotti og Real Madrid."

Carragher telur að það yrði sterkt fyrir Man Utd að ráða Xavi.

„Ég er ekki viss um að stuðningsmenn Man Utd yrðu sáttir við Gareth Southgate. En ég held að það væri ekki slæmt að ráða Xavi. Hann myndi strax fá virðingu frá leikmönnunum. Hann hefur stýrt stóru félagi og náð góðum árangri. Hann er ekki með slæma ferilskrá," sagði Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner