Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. nóvember 2018 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Mane fór niður áður en snertingin kom
Di Maria getur sjálfum sér um kennt
Mynd: Getty Images
Það er búið að flauta til hálfleiks í stórleik Paris Saint-Germain og Liverpool í Meistaradeildinni.

Staðan er 2-1 en Liverpool minnkaði muninn úr vítaspyrnu stuttu fyrir leikhlé. Juan Bernat og Neymar höfðu komið PSG í 2-0 en Liverpool var að minnka muninn.

Sadio Mane féll í teignum eftir tæklingu frá Angel Di Maria. Í endursýningum sést að Mane fer niður áður en snertingin kemur, þó snertingin komi vissulega.

Smelltu hér til að sjá hæga endursýningu.

Di Maria getur aðeins sjálfum sér um kennt. Hræðileg ákvörðun hjá honum að henda sér þarna niður.

Seinni hálfleikur var að fara af stað en hægt er að fylgjast með gangi mála með úrslitaþjónustunni á forsíðu síðunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner