Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   þri 28. nóvember 2023 15:31
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Olla á æfingu íslenska liðsins í Cardiff í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Hún stökk yfir grindverk til að mæta í viðtalið við Fótbolta.net í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir eða Olla eins og hún er kölluð hefur slegið í gegn í bandaríska háskólaboltanum í vetur og er komin aftur í íslenska landsliðshópinn sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið.

Olla stundar nám í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum en það hefur oft reynst leikmönnum þrautin þyngri að losna í landsliðsverkefni úr háskólum þar í landi. Hún fékk góða aðstoð frá annarri landsliðskonu, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur sem sjálf gat ekki gafið kost á sér að þessu sinni.

„Þetta voru nokkrir tölvupóstar en ég var með Mundu til að hjálpa mér, ég held hún hafi skrifað alla tölvupóstana," sagði landsliðsframherjinn við Fótbolta.net á æfingu íslenska liðsins í dag.

„Það er ekki mikið um leyfilega fjarveru og maður má helst ekki missa af tímum. Þeir sýna því skilning ef maður sendir nógu dramatískan tölvupóst. Ég þakka Mundu fyrir það," sagði hún en hvað kom eiginlega fram í póstunum?

„Maður fer aðeins að ýkja hversu lítinn tíma maður hefur hérna, að ég sé stolt og vilji nýta tækifærið þegar það kemur. Það er ekki hægt annað en að skilja það."

Hvernig er þá staðan núna, nýtir hún alla frítíma í Wales til að liggja yfir bókunum?

„Ég verð að viðurkenna að ég var ekki mikið í því í gær en þarf að læra meira hérna en ég hef gert áður," sagði hún en fór hún á jólamarkaðinn í Cardiff í gær?

„Já, ég gerði það í gær. En mér finnst það líka mjög mikilvægt, að setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara aðeins í göngutúr. Það þarf ekki að sitja allan tímann en ég samt fram á að vera í bókunum á milli þess sem við erumá æfingum og að keppa."

Olla hafði glímt við meiðsli mikið í sumar með Þrótti en eftir að hún kom til Bandaríkjanna hefur hún slegið í gegn og er nýliði ársins í Ivy League.

„Fyrr á árinu var ég svolítið upp og niður vegna meiðsla en ég er mjög ánægð að ég hélt mér góðri úti og spilaði alla leikina."

Nánar er rætt við Olllu í spilaranum að ofan.

   02.11.23 10:46
Olla slær í gegn í Harvard - Valin nýliði ársins

Athugasemdir
banner
banner
banner