Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 29. júní 2020 21:32
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Benevento fer upp - Loic Remy að skrifa undir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Benevento er komið aftur upp í Serie A eftir að hafa gjörsamlega rúllað yfir Serie B undir stjórn Filippo Inzaghi.

Það eru enn sjö leikir eftir af deildartímabilinu og er Benevento búið að jafna met Ascoli sem fór upp í efstu deild 1978 þegar sjö umferðir voru enn eftir.

Franski sóknarmaðurinn Loic Remy er þá að skrifa undir hjá félaginu, en Remy er 33 ára gamall og gerði 14 mörk í 30 leikjum með Lille á tímabilinu.

Remy er staddur í Benevento þessa stundina þar sem hann er að gangast undir læknisskoðun.

Benevento lagði Juve Stabia að velli í kvöld, 1-0. Spezia tapaði fyrir Pisa og spilaði Sveinn Aron Guðjohnsen síðustu tíu mínútur leiksins.

Spezia er í fjórða sæti og hefði skotist upp í 2. sæti með sigri. Þriðja til áttunda sæti fara í umspil en Spezia er aðeins tveimur stigum frá Crotone og Cittadella sem eru í öðru og þriðja sæti.

Inzaghi tók við Benevento fyrir ári síðan og hefur árangur hans með félagið vakið mikla athygli.

Inzaghi var ráðinn eftir að Benevento mistókst að fara upp úr Serie B. Liðið endaði í þriðja sæti og tapaði gegn Cittadella í umspilskeppninni.

Benevento er búið að fá 76 stig eftir 31 umferð. Liðið hefur aðeins tapað einum leik og gert sjö jafntefli.


Athugasemdir
banner
banner
banner