De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
   lau 29. október 2022 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Hættir Pálmi við að hætta? - „Við erum að vonast eftir því"
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR.
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki nægilega gott," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um leik sinna manna gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar. KR tapaði 0-2 en endar samt sem áður í fjórða sæti.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Fjórða sætið er ásættanlegt. Víkingur, KA og Breiðablik eru bestu liðin, jöfnust að öllu leyti. Við komum þar stuttu á eftir. Það hafa verið mikil meiðsli og vandamál hjá okkur í sumar. Það þarf allt að ganga upp til að eiga gott tímabil. Við endum vel fyrir utan þennan leik," segir Rúnar.

„Við þurfum að laga einstaka hluti, bæta í hópinn og koma svo grimmir inn í næsta ár."

Rúnar telur að KR sé ekki langt á eftir þremur efstu liðum deildarinnar. „Við unnum Breiðablik um daginn og gerðum jafntefli við Víkinga. Við erum ekki mikið slakari en þessi lið. Þau spila öðruvísi fótbolta. Það er alltaf verið að mæra hann, en fótbolti getur spilast mjög ólíkt... þetta snýst um að nýta færin og þá möguleika sem þú hefur. Þessi lið hefur gengið betur að vinna leikina sína, þau hafa nýtt færin sín betur. Við höfum ekki verið með það, stráka sem hafa nýtt færin sín nægilega vel. Þegar Atli Sigurjóns, kantmaður, er markahæstur í liðinu þá er það dálítið skrítið. Við þurfum að laga fullt en mér finnst ekki mjög langt í þessi lið."

Er það ljóst að Rúnar verður áfram með liðið á næstu leiktíð. „Frá mínum bæjardyrum er það alveg ljóst. Ég er með samning í eitt ár í viðbót og ég virði hann. Á meðan ekkert annað er sagt við mig þá er ég klár."

Pálmi Rafn Pálmason og Þorsteinn Már Ragnarsson eru báðir búnir að tilkynna að þeir séu hættir. Er eitthvað að frétta í leikmannamálum?

„Þorsteinn er hættur, hann er grjótharður á því. Ég veit ekki hvað Pálmi gerir, hvort hann hafi verið aðeins of fljótur á sér. Við sjáum til. Að öðru leyti viljum við halda í flestalla okkar leikmenn. Það gætu orðið einhverjar breytingar en ekki miklar," sagði Rúnar en það eru líka allar líkur á því að Kjartan Henry Finnbogason sé búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.

En er þá möguleiki að Pálmi hætti við að hætta?

„Við erum að vonast eftir því. Við verðum að sjá hvort hann muni vilja það. Ég væri tilbúinn að hafa hann áfram, hann er ofboðslega mikilvægur í þessum hóp. Við þurfum að skoða það," sagði Rúnar en Pálmi sagði frá því á dögunum að hann væri hættur. Hann fékk blóm og listaverk fyrir störf sín hjá KR áður en flautað var til leiks í dag.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner