Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 29. október 2022 16:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Hættir Pálmi við að hætta? - „Við erum að vonast eftir því"
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR.
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki nægilega gott," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um leik sinna manna gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar. KR tapaði 0-2 en endar samt sem áður í fjórða sæti.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 Stjarnan

„Fjórða sætið er ásættanlegt. Víkingur, KA og Breiðablik eru bestu liðin, jöfnust að öllu leyti. Við komum þar stuttu á eftir. Það hafa verið mikil meiðsli og vandamál hjá okkur í sumar. Það þarf allt að ganga upp til að eiga gott tímabil. Við endum vel fyrir utan þennan leik," segir Rúnar.

„Við þurfum að laga einstaka hluti, bæta í hópinn og koma svo grimmir inn í næsta ár."

Rúnar telur að KR sé ekki langt á eftir þremur efstu liðum deildarinnar. „Við unnum Breiðablik um daginn og gerðum jafntefli við Víkinga. Við erum ekki mikið slakari en þessi lið. Þau spila öðruvísi fótbolta. Það er alltaf verið að mæra hann, en fótbolti getur spilast mjög ólíkt... þetta snýst um að nýta færin og þá möguleika sem þú hefur. Þessi lið hefur gengið betur að vinna leikina sína, þau hafa nýtt færin sín betur. Við höfum ekki verið með það, stráka sem hafa nýtt færin sín nægilega vel. Þegar Atli Sigurjóns, kantmaður, er markahæstur í liðinu þá er það dálítið skrítið. Við þurfum að laga fullt en mér finnst ekki mjög langt í þessi lið."

Er það ljóst að Rúnar verður áfram með liðið á næstu leiktíð. „Frá mínum bæjardyrum er það alveg ljóst. Ég er með samning í eitt ár í viðbót og ég virði hann. Á meðan ekkert annað er sagt við mig þá er ég klár."

Pálmi Rafn Pálmason og Þorsteinn Már Ragnarsson eru báðir búnir að tilkynna að þeir séu hættir. Er eitthvað að frétta í leikmannamálum?

„Þorsteinn er hættur, hann er grjótharður á því. Ég veit ekki hvað Pálmi gerir, hvort hann hafi verið aðeins of fljótur á sér. Við sjáum til. Að öðru leyti viljum við halda í flestalla okkar leikmenn. Það gætu orðið einhverjar breytingar en ekki miklar," sagði Rúnar en það eru líka allar líkur á því að Kjartan Henry Finnbogason sé búinn að leika sinn síðasta leik fyrir félagið.

En er þá möguleiki að Pálmi hætti við að hætta?

„Við erum að vonast eftir því. Við verðum að sjá hvort hann muni vilja það. Ég væri tilbúinn að hafa hann áfram, hann er ofboðslega mikilvægur í þessum hóp. Við þurfum að skoða það," sagði Rúnar en Pálmi sagði frá því á dögunum að hann væri hættur. Hann fékk blóm og listaverk fyrir störf sín hjá KR áður en flautað var til leiks í dag.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner