Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2020 13:24
Ívan Guðjón Baldursson
Sheffield með eina af verstu byrjunum Englandssögunnar
Mynd: Getty Images
Sheffield United hefur farið herfilega af stað á nýju úrvalsdeildartímabili og er þegar búið að setja nýtt úrvalsdeildarmet. Engu liði hefur tekist að vera með aðeins eitt stig eftir tíu umferðir síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð fyrir tæpum 30 árum.

West Bromwich Albion er síðasta félagið til að eiga svona slaka byrjun í efstu deild en liðið var aðeins með 1 stig eftir 10 umferðir tímabilið 1985-86.

Aðeins eitt félag hefur átt slakari byrjun á tímabili í efstu deild en það er Manchester United, sem var stigalaust eftir tíu umferðir 1930-31.

Til gamans má geta að bæði West Brom og Man Utd enduðu í neðsta sæti deildarinnar eftir slaka byrjun.

Sheffield tapaði fallbaráttuslag gegn West Brom í gærkvöldi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner