Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 29. nóvember 2021 23:27
Brynjar Ingi Erluson
Léttir fyrir Aron Bjarna - Fiskaði víti í endurkomunni
Aron Bjarnason
Aron Bjarnason
Mynd: Sirius
Aron Bjarnason, leikmaður Sirius í sænsku úrvalsdeildinni, snéri aftur á völlinn í 3-0 sigri liðsins á Häcken í kvöld en þetta var fyrsti leikur hans í tæpa níu mánuði.

Aron kom til félagsins frá ungverska félaginu Ujpest í febrúar en meiddist rétt fyrir tímabil og neyddist til að fara í aðgerð.

Hann spilaði tvo bikarleiki áður en hann meiddist og lagði upp eitt mark en fyrsti deildarleikur hans kom ekki fyrr en í 3-0 sigri liðsins á Häcken í kvöld.

Hann kom inná undir lok leiks og fiskaði meðal annars vítaspyrnuna í þriðja mark liðsins. Aron gat tekið hana sjálfur en gaf hana frá sér.

Á þessum fjórum mínútum sem hann spilaði var hann líflegur og verður gaman að sjá hvort hann fái ekki fleiri mínútur í lokaumferðinni.

Sirius er í 10. sæti með 37 stig fyrir lokaumferðinni en liðið getur hjálpað Malmö að landa titlinum með því að stela stigum af AIK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner