Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 30. júní 2020 11:00
Innkastið
Eins og Grótta vilji ekki skora í Pepsi Max-deildinni
Gróttumenn í leiknum í Árbænum í gær.
Gróttumenn í leiknum í Árbænum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fylkir vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Pepsi Max-deildinni þegar liðið lagði nýliða Gróttu 2-0 í gær. Grótta hefur ekki ennþá skorað á tímabilinu en liðið fékk möguleika á því í Árbænum í gær og Óliver Dagur Thorlacius klikkaði meðal annars á vítaspyrnu.

„Frammistaða Fylkis í þessum leik hefði ekki dugað til að vinna neitt annað lið en Gróttu. Þeir voru að bjóða Gróttu upp í dans hvað eftir annað," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gærkvöldi.

„Aron Snær var óöruggur í markinu og þeir voru að gera kjánaleg mistök. Það var eins og þeir væru að reyna að láta Gróttu skora og það er eins og Grótta vilji ekki skora í Pepsi Max-deildinni. Þeir hafa ekki skorað eftir þrjár umferðir. Það vantar gæði og trú fram á við. Möguleikarnir voru fjölmargir fyrir Gróttu til að skora í þessum leik."

Grótta fær HK í heimsókn í næstu umferð og þar á eftir mætir liðið Fjölni.

„Þegar maður horfir á leiki Gróttu þá er eins og mótherjarnir séu á 50-60% tempói. Maður getur ekki verið meðvirkur með Gróttu lengur. Þeir eru bara ekki nógu góðir og það er helvíti vont að horfa upp á þetta. Næstu tveir leikir eru mjög mikilvægir fyrir þá, hvort þeir ætli að taka þátt í þessu móti yfir höfuð," sagði Ingólfur Sigurðsson.

„Ég held með þessu og finnst þetta góð pæling en því miður er þetta ekki að gera sig. Mér finnst leikmennirnir ekki hafa trú á því að þeir geti unnið leiki og skorað mörk. Fylkir eiginlega grátbað þá um að skora," sagði Gunnar Birgisson.
Gústi Gylfa: Hef engar áhyggjur af sóknarleiknum
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner