Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   fim 30. júlí 2020 22:07
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Færð ekki mörg færi á móti Breiðablik
Ágúst Gylfason,þjálfari Gróttu
Ágúst Gylfason,þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason var fúll með að vera dottinn út úr Mjólkubikarnum eftir 3-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

„Já, það er fyrst og fremsta það að detta út úr bikar, en jákvæða við það að þá getum við einbeitt okkur að deildinni. Auðvitað er gaman að spila í bikar og komst eins langt og maður getur, úrslitaleikurinn f frábær en það er ekki okkar í ár."

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Grótta

Leikskipulagið gekk vel hjá Águsti Gylfasyni allt fram að 48.mínútu þegar Blikar komast yfir undir lok fyrri hálfleiks en Sigurður Hjörtur bætti tveimur mínútum við og var Ágúst ósáttur með það

„Já 48, hann bætti við tveimur mínútum og 45 + 2 eru 47, þannig 48 hlýtur að vera kominn framyfir tímann, þannig ég var mjög ósáttur með dómarann þar að hafa ekki hleypt okkur inn í hálfleikinn með 0-0. Það var alltaf planið hjá okkar að spila fyrstu 60 mínúturnar og halda Blikunum í skefjum og mér fannst við gera það fyrir utan þetta mark."

Brotið var á Kristinni Steindórssyni í aðdraganda fyrsta marksins þegar brotið var á Kristni. Hvernig horfði það við Ágústi Gylfa?

„Það veit ég ekki, þetta var mögulega aukaspyrna en fyrri hálfleikurinn var búin, það er ekkert flóknara en það og það er það sem ég var ósáttur við."

Grótta fékk tvö dauðafæri á fyrstu 2 mínútunum þar sem Grótta gat komið sér yfir.

„Já, þú færð ekki mörg færi á móti Breiðablik en við fengum 2 eða 3 dauðafæri til að byrja með og fáum eitt mjög gott færi úr föstu leikatriði í seinni hálfleik í stöðunni 2-0 og ef þú nýtir það ekki þá sigla þeir þessu bara örugglega heim."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan þar sem Ágúst var spurður út í stöðuna sem kom upp í dag vegna Kórónuveirufaraldsins.
Athugasemdir
banner
banner