Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 30. október 2020 21:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Léttir á Selfossi - „Komumst upp í 2. sætið á síðustu stundu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss er búið að vinna sér inn sæti í næstefstu deild Íslandsmótsins en það er ljóst eftir að Íslandsmótinu var slaufað fyrr í dag. Selfoss endar í öðru sæti í 2. deildinni.

Fótbolti.net ræddi við Þorstein Daníel Þorsteinsson, fyrirliða liðsins, í kjölfarið á tilkynningu Knattspyrnusambandsins.

„Að sjálfsögðu er þetta léttir. Við komumst upp í 2. sætið á síðustu stundu og eigum skilið að fara upp núna. Við værum til í að klára mótið og klára leikina, það er skemmtilegra að klára þetta inni á vellinum en þetta er bara gaman," sagði Þorsteinn.

„Ég bjóst við þessari ákvörðun en ég hélt að það yrði beðið til 3. nóvember og þá myndi KSÍ taka ákvörðun. Ég bjóst við þessu, þetta er það eina í stöðunni."

Hvernig hafa undanfarnar vikur verið?

„Vikurnar undanfarið hafa ekkert verið öðruvísi. Við erum ekki á höfuðborgasvæðinu og höfum haldið áfram að æfa. Það eru alltaf erfiðar æfingar hjá Deano (Dean Martin) og hann breytti ekki neinu. Óvissan er erfið og leiðinleg," sagði fyrirliinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner