Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 31. janúar 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már: Er klár í að byrja í mars ef kallið kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfðum fína stjórn á þessum leik þangað til á síðasta kortérinu. Þá gáfum við þeim aðeins of mikið," sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, í gærkvöldi eftir 1-0 sigur á Fjölni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

„Við förum í öll mót til að vinna þau. Undirbúningstímabilið í fyrra var hrikalegt, við tókum það með okkur út í tímabilið - það er fínt að það sé að ganga betur núna. Vonandi vinnum við eins marga leiki og hægt er og komumst á gott skrið fyrir Íslandsmótið," sagði Birkir.

Fjölnir sótti mikið undir lok leiks í leit að jöfnunarmarki. Fjölnisliðið virkaði kraftmeira undir lok leiks. Er það eitthvað sem Birkir hefur áhyggjur af?

„Nei alls ekki. Við höfum verið að æfa mjög vel og það getur verið að það séu smá þyngsli í löppunum - við erum með aðeins eldra lið heldur en Fjölnir, þeir eru yfirleitt mjög sprækir á þessum tíma."

„Ég held síðan að ég kom heim aftur hafi ég aldrei unnið Fjölni á undirbúningstímabilinu þannig að það er jákvætt að við vinnum þá í þetta skiptið allavega."


Birkir spilaði fyrstu 75 mínúturnar í gær og var eftir leik með kælingu á hægri ökkla. Hver er staðan á honum?

„Það kom ekkert fyrir. Þetta eru bara varúðarráðstafanir, kæla þetta eftir leik. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég spila svona mikið síðan í haust."

Birkir var næst spurður út í landsliðið en hann var með í verkefni liðsins í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Hvað tekur hann út úr því verkefni?

„Það er frábært að vera með landsliðinu áfram. Ég fékk að spila tvo hálfleika. Ég held að ég hafi náð að sýna smá þannig að landsliðsþjálfararnir hafi mig í huga þegar þeir velja næsta hóp."

Er Birkir klár að byrja ef kallið kemur í lok mars? „Já að sjálfsögðu. Ég er búinn að æfa mjög vel og það eru fullt af leikjum áður en landsliðið kemur aftur saman. Það eru engar kröfur og ekki miklar líkur á að ég byrji en ég er klár ef kallið kemur."

Að lokum var Birkir spurður út í gervigrasið í Egilshöll en deilt hefur verið um hversu gott það sé að spila á því.

„Þetta er ekkert æðislegt en það er fínt að geta farið inn og spilað þegar það er ískalt úti og ógeðslegt veður. Það var fínt veður í kvöld og það hefði alveg verið hægt að spila leikinn á Hlíðarenda. Þetta er ágætis gras, það er ábyggilega kominn tími á það en það dugar ennþá," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner