Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 31. janúar 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már: Er klár í að byrja í mars ef kallið kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfðum fína stjórn á þessum leik þangað til á síðasta kortérinu. Þá gáfum við þeim aðeins of mikið," sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, í gærkvöldi eftir 1-0 sigur á Fjölni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

„Við förum í öll mót til að vinna þau. Undirbúningstímabilið í fyrra var hrikalegt, við tókum það með okkur út í tímabilið - það er fínt að það sé að ganga betur núna. Vonandi vinnum við eins marga leiki og hægt er og komumst á gott skrið fyrir Íslandsmótið," sagði Birkir.

Fjölnir sótti mikið undir lok leiks í leit að jöfnunarmarki. Fjölnisliðið virkaði kraftmeira undir lok leiks. Er það eitthvað sem Birkir hefur áhyggjur af?

„Nei alls ekki. Við höfum verið að æfa mjög vel og það getur verið að það séu smá þyngsli í löppunum - við erum með aðeins eldra lið heldur en Fjölnir, þeir eru yfirleitt mjög sprækir á þessum tíma."

„Ég held síðan að ég kom heim aftur hafi ég aldrei unnið Fjölni á undirbúningstímabilinu þannig að það er jákvætt að við vinnum þá í þetta skiptið allavega."


Birkir spilaði fyrstu 75 mínúturnar í gær og var eftir leik með kælingu á hægri ökkla. Hver er staðan á honum?

„Það kom ekkert fyrir. Þetta eru bara varúðarráðstafanir, kæla þetta eftir leik. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég spila svona mikið síðan í haust."

Birkir var næst spurður út í landsliðið en hann var með í verkefni liðsins í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Hvað tekur hann út úr því verkefni?

„Það er frábært að vera með landsliðinu áfram. Ég fékk að spila tvo hálfleika. Ég held að ég hafi náð að sýna smá þannig að landsliðsþjálfararnir hafi mig í huga þegar þeir velja næsta hóp."

Er Birkir klár að byrja ef kallið kemur í lok mars? „Já að sjálfsögðu. Ég er búinn að æfa mjög vel og það eru fullt af leikjum áður en landsliðið kemur aftur saman. Það eru engar kröfur og ekki miklar líkur á að ég byrji en ég er klár ef kallið kemur."

Að lokum var Birkir spurður út í gervigrasið í Egilshöll en deilt hefur verið um hversu gott það sé að spila á því.

„Þetta er ekkert æðislegt en það er fínt að geta farið inn og spilað þegar það er ískalt úti og ógeðslegt veður. Það var fínt veður í kvöld og það hefði alveg verið hægt að spila leikinn á Hlíðarenda. Þetta er ágætis gras, það er ábyggilega kominn tími á það en það dugar ennþá," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner