Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 31. janúar 2020 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birkir Már: Er klár í að byrja í mars ef kallið kemur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfðum fína stjórn á þessum leik þangað til á síðasta kortérinu. Þá gáfum við þeim aðeins of mikið," sagði Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, í gærkvöldi eftir 1-0 sigur á Fjölni í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

„Við förum í öll mót til að vinna þau. Undirbúningstímabilið í fyrra var hrikalegt, við tókum það með okkur út í tímabilið - það er fínt að það sé að ganga betur núna. Vonandi vinnum við eins marga leiki og hægt er og komumst á gott skrið fyrir Íslandsmótið," sagði Birkir.

Fjölnir sótti mikið undir lok leiks í leit að jöfnunarmarki. Fjölnisliðið virkaði kraftmeira undir lok leiks. Er það eitthvað sem Birkir hefur áhyggjur af?

„Nei alls ekki. Við höfum verið að æfa mjög vel og það getur verið að það séu smá þyngsli í löppunum - við erum með aðeins eldra lið heldur en Fjölnir, þeir eru yfirleitt mjög sprækir á þessum tíma."

„Ég held síðan að ég kom heim aftur hafi ég aldrei unnið Fjölni á undirbúningstímabilinu þannig að það er jákvætt að við vinnum þá í þetta skiptið allavega."


Birkir spilaði fyrstu 75 mínúturnar í gær og var eftir leik með kælingu á hægri ökkla. Hver er staðan á honum?

„Það kom ekkert fyrir. Þetta eru bara varúðarráðstafanir, kæla þetta eftir leik. Þetta er fyrsti leikurinn sem ég spila svona mikið síðan í haust."

Birkir var næst spurður út í landsliðið en hann var með í verkefni liðsins í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Hvað tekur hann út úr því verkefni?

„Það er frábært að vera með landsliðinu áfram. Ég fékk að spila tvo hálfleika. Ég held að ég hafi náð að sýna smá þannig að landsliðsþjálfararnir hafi mig í huga þegar þeir velja næsta hóp."

Er Birkir klár að byrja ef kallið kemur í lok mars? „Já að sjálfsögðu. Ég er búinn að æfa mjög vel og það eru fullt af leikjum áður en landsliðið kemur aftur saman. Það eru engar kröfur og ekki miklar líkur á að ég byrji en ég er klár ef kallið kemur."

Að lokum var Birkir spurður út í gervigrasið í Egilshöll en deilt hefur verið um hversu gott það sé að spila á því.

„Þetta er ekkert æðislegt en það er fínt að geta farið inn og spilað þegar það er ískalt úti og ógeðslegt veður. Það var fínt veður í kvöld og það hefði alveg verið hægt að spila leikinn á Hlíðarenda. Þetta er ágætis gras, það er ábyggilega kominn tími á það en það dugar ennþá," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner