Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 12. júlí 2008 14:47
Hafliði Breiðfjörð
Jónas Hallgrímsson þakkar stuðninginn í yfirlýsingu
Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hilmar V. Gunnarsson
Jónas Hallgrímsson fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Völsungs hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann þakkar stuðning sem hann hefur fengið síðan hann veitti Fótbolta.net viðtal á þriðjudaginn þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur þjálfun liðsins vegna dómgæslu.

Yfirlýsingin:
,,Á meðan ég er að bíða eftir dómi mínum frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ finnst mér svolítið hjákátlegt að framkvæmdastjóri knattspyrnuambandsins komi fram í sjónvarpi og tali um gott samstarf á milli Völsungs og KSÍ. Þar sem ég er búinn að vera þjálfari fimm yngri flokka og meistaraflokks finnst mér svolítið hjákátlegt, miðað við þær hótanir sem við höfum fengið, að tala um að það sé gott samstarf."

,,Svo þegar framkvæmdastjóri sambandsins er að tala um dómgæslu á Siglufirði, sem hann er stundum ósáttur með en aldrei fundist vera hlutdræg. Það er frægt á norðurlandi að það hefur ekki verið farandi með yngri flokka til að keppa á Siglufirði vegna hlutdrægni í dómgæslu, því finnst mér þetta svolítið einkennilegt. Ég hef vitni að því hjá leikmönnum í öllum deildum á Íslandi og leikmönnum sem spila erlendis, sem geta vitnað um það ef menn vilja skoða það nánar."

,,Ég vil þakka forráðamönnum félaga, þjálfurum, leikmönnum og áhugasömum Íslendingum um góða dómgæslu á Íslandi fyrir 'stuðninginn' í þessu máli mínu að bæta dómgæslu á Íslandi."

,,Ég vil þakka fjölmiðlamönnum sem hafa haldið þessum ummælum á lofti og vona að þeir geri það áfram því það eina sem við getum gert í að bæta dómgæslu á Íslandi er að fjölmiðlamenn haldi þessari umræðu á lofti. Ég þakka þeim fyrir það sem þeir hafa verið að gera."

,,Í þessum töluðu orðum er ég að fara út á völl að horfa á meistaraflokk Völsungs spila við Gróttu. Ég ætla að fara að styðja við bakið á strákunum mínum og vona að þeim gangi allt í haginn. Ég sendi þeim baráttukveðjur."

Kveðja frá fyrrverandi þjálfara meistaraflokks Völsungs,
Áfram Völsungur,
Jónas Hallgrímsson."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner