Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. ágúst 2019 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bjuggu til handrit fyrir úrvalsdeildartímabilið
Mynd: Getty Images
Tölfræðivefsíðan Squawka bjó til handrit fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Squawka notaði gögn frá tölfræðirisanum Opta og sérstakri leitarvél Google.

Nokkuð ljóst er að ansi erfitt er að spá fyrir um hvernig fótboltatímabil spilast og hefur þetta handrit vakið mikil viðbrögð.

Samkvæmt handritinu mun Manchester City vinna úrvalsdeildina og enda með 94 stig. Liverpool mun enda í öðru sæti með 88 stig og Tottenham í því þriðja með 75 stig. Chelsea rétt nær 4. sætinu á undan Arsenal og Manchester United. Chelsea mun verma toppsæti deildarinnar yfir jólin og hríðfalla svo eftir áramót.

Næstu lið fyrir neðan eru Everton, Wolves, Leicester og Crystal Palace en Sheffield United, Norwich og Newcastle munu falla.

Mohamed Salah skorar 29 mörk og vinnur gullskóinn. Harry Kane setur 24 mörk, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Agüero munu gera 23 hvor. Raheem Sterling og Alexandre Lacazette eru næstir með 17 og 16 mörk.

Sterling verður stoðsendingahæstur og leggur upp þrettán mörk en á eftir honum koma Alex Iwobi, Bernardo Silva, Trent Alexander-Arnold og Mesut Özil með ellefu stoðsendingar.

Tottenham mun vinna Evrópudeildina eftir úrslitaleik gegn Man Utd og Real Madrid mun vinna Meistaradeildina eftir úrslitaleik við Bayern München.

Barca mun slá Liverpool og Inter úr leik á meðan Real Madrid sendir Man City og Chelsea heim.


Athugasemdir
banner
banner