Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 14. ágúst 2019 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég er mjög ánægður að spila fyrir Liverpool"
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Adrian stal senunni þegar Liverpool vann Ofurbikar Evrópu í kvöld.

Adrian átti góðan leik og varði hann síðustu vítaspyrnuna í vítaspyrnukeppninni. Hann varði frá Tammy Abraham og tryggði Liverpool sigurinn.

Adrian er 32 ára gamall, en hann hefur leikið með West Ham síðustu leiktíðir og var varamarkvörður þar á síðasta tímabili. Hann var fenginn til Liverpool á frjálsri sölu í síðustu viku eftir að Simon Mignolet fór til Club Brugge.

Adrian var auðvitað fenginn inn sem varamarkvörður, en hann spilaði í kvöld og mun spila næstu vikur vegna meiðsla Alisson.

„Velkominn til Liverpool! Þetta hefur verið klikkuð vika. Ég er mjög ánægður að spila fyrir Liverpool og ég er mjög ánægður fyrir hönd stuðningsmanna. Þetta var langur leikur með góðan endi," sagði Adrian í viðtali eftir leik.

Adrian var dæmdur brotlegur í framlengingu og Chelsea fékk vítaspyrnu. Margir voru ósáttir við þann dóm og töldu Tammy Abraham hafa fallið alltof auðveldlega til jarðar. „Ég snerti hann, en hann var að leitast eftir því. En það skiptir ekki máli núna," sagði Adrian.

Sjá einnig:
Einkunnir Liverpool og Chelsea: Adrian maður leiksins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner