Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   mið 01. mars 2023 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Arnar: Sjaldan sem maður tekur eftir liði með jafnsterkt DNA
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki á undirbúningstímabilinu.
Víkingar fagna marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-0 sigur gegn Gróttu í Lengjubikarnum í kvöld.

„Grótta voru virkilega góðir og ég meina það svo innilega. Þeir voru vel spilandi og gríðarlega kraftmiklir. Þeir pressuðu okkur vel og létu okkur hafa vel fyrir hlutunum."

Víkingur náði betri stjórn á leiknum í seinni hálfleik, en þetta var alls ekki auðvelt verkefni fyrir bikarmeistarana. Arnar er mjög hrifinn af Gróttuliðinu.

„Það er sjaldan sem maður tekur eftir liði með jafnsterkt DNA og Gróttuliðið virðist vera með núna. Ég á von á því að þeir eigi mjög gott sumar framundan."

Arnar segir að staðan á Víkingshópnum sé þokkaleg í augnablikinu. Hann var verulega ósáttur eftir úrslitaleik Reykjavíkurmótsins en frammistaðan í Lengjubikarnum hefur verið nokkuð góð. Hann sér framfarir í leik sinna manna en segir að fótboltinn sé að breytast og hver leikur sé erfiður.

„Lengjubikarinn er búinn að vera fín fyrir okkur, fín frammistaða og góðir sigrar. Ég hlakka til að klára það mót með stæl. Við vorum til Tyrklands í æfingaferð á morgun og við ætlum að nota þar tíu daga til að skerpa á okkar leik."

„Það er meiri ákefð einhvern veginn og við virkum sem meira lið núna. Það var hver í sínu horni, við vorum að nöldra og röfla..." sagði Arnar og bætti við:

„Fótboltinn er að breytast svo mikið núna því mörg lið eru farin að greina andstæðinginn sinn mjög vel, undirbúa sig mjög vel. Allt í einu eru lið eins og Grótta að pressa á okkur maður á mann. Að dirfast að pressa á okkur maður á mann. Þetta er bara geggjað, við verðum að sætta okkur við þetta."

„Í gær gerðist þetta hjá Manchester City gegn Bristol City. Þeir kláruðu ekki sinn leik fyrr en í lokin. Allir leikir eru gríðarlega erfiðir því fyrir fullt af þessum liðum er þetta leikur ársins. Ég efast um að Grótta muni spila við betra lið í sumar, ekki nema þeir mæti okkur aftur í bikarnum. Það er gríðarleg áskorun að spila svona leiki og ef þú gefur 10 prósent eftir, þá ertu í rugli í svona leikjum."

Hætg er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Arnar meira um stöðuna á leikmannahópnum og er hann spurður út í það hvort að Víkingar ætli ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum fyrir mótið.
Athugasemdir
banner
banner