Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mið 01. mars 2023 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Arnar: Sjaldan sem maður tekur eftir liði með jafnsterkt DNA
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki á undirbúningstímabilinu.
Víkingar fagna marki á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfiður leikur," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 1-0 sigur gegn Gróttu í Lengjubikarnum í kvöld.

„Grótta voru virkilega góðir og ég meina það svo innilega. Þeir voru vel spilandi og gríðarlega kraftmiklir. Þeir pressuðu okkur vel og létu okkur hafa vel fyrir hlutunum."

Víkingur náði betri stjórn á leiknum í seinni hálfleik, en þetta var alls ekki auðvelt verkefni fyrir bikarmeistarana. Arnar er mjög hrifinn af Gróttuliðinu.

„Það er sjaldan sem maður tekur eftir liði með jafnsterkt DNA og Gróttuliðið virðist vera með núna. Ég á von á því að þeir eigi mjög gott sumar framundan."

Arnar segir að staðan á Víkingshópnum sé þokkaleg í augnablikinu. Hann var verulega ósáttur eftir úrslitaleik Reykjavíkurmótsins en frammistaðan í Lengjubikarnum hefur verið nokkuð góð. Hann sér framfarir í leik sinna manna en segir að fótboltinn sé að breytast og hver leikur sé erfiður.

„Lengjubikarinn er búinn að vera fín fyrir okkur, fín frammistaða og góðir sigrar. Ég hlakka til að klára það mót með stæl. Við vorum til Tyrklands í æfingaferð á morgun og við ætlum að nota þar tíu daga til að skerpa á okkar leik."

„Það er meiri ákefð einhvern veginn og við virkum sem meira lið núna. Það var hver í sínu horni, við vorum að nöldra og röfla..." sagði Arnar og bætti við:

„Fótboltinn er að breytast svo mikið núna því mörg lið eru farin að greina andstæðinginn sinn mjög vel, undirbúa sig mjög vel. Allt í einu eru lið eins og Grótta að pressa á okkur maður á mann. Að dirfast að pressa á okkur maður á mann. Þetta er bara geggjað, við verðum að sætta okkur við þetta."

„Í gær gerðist þetta hjá Manchester City gegn Bristol City. Þeir kláruðu ekki sinn leik fyrr en í lokin. Allir leikir eru gríðarlega erfiðir því fyrir fullt af þessum liðum er þetta leikur ársins. Ég efast um að Grótta muni spila við betra lið í sumar, ekki nema þeir mæti okkur aftur í bikarnum. Það er gríðarleg áskorun að spila svona leiki og ef þú gefur 10 prósent eftir, þá ertu í rugli í svona leikjum."

Hætg er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar ræðir Arnar meira um stöðuna á leikmannahópnum og er hann spurður út í það hvort að Víkingar ætli ekki að bæta við sig fleiri leikmönnum fyrir mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner