Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fim 01. júní 2023 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum þjálfari Alfonsar að taka við Ajax?
Mynd: EPA
Norski þjálfarinn Kjetil Knutsen gæti verið að taka við hollenska félaginu Ajax.

Ajax tilkynnti í dag að John Heitinga verður ekki áfram með liðið á næsta tímabili en hann kom inn til bráðabirgða eftir að Alfred Schreuder var rekinn.

Edwin van der Sar, sem hefur verið framkvæmdastjóri félagsins síðustu ár, lætur einnig af störfum og því stórar breytingar í vændum hjá Ajax.

Sven Mislintat, yfirmaður fótboltamála hjá Ajax, segir að félagið hafi rætt við Kjetil Knutsen, þjálfara Bodö/Glimt, um að taka við liðinu en hann greinir frá þessu í Telegraaf.

„Ég hef talað við Knutsen. Við ræddum ýmis málefni,“ sagði Mislintat við Telegraaf.

Knutsen hefur gert frábæra hluti með Bodö/Glimt og unnið deildina tvisvar sinnum ásamt því að komast í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar á síðasta ári. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted lék undir hans stjórn frá 2020 til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner