
„Bara svekkjandi, auðvitað vildum við vinna í dag.'' segir Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA, eftir 3-2 tap gegn KR í lokaumferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 Þór/KA
„Mér fannst við byrja af krafti og skapa okkur mikið af færum í byrjun, en náðum ekki að koma boltanum í netið. Síðan var smá kjaftshögg þegar þær skoruðu og bættu síðan öðrum við og ég held að það hafi verið erfitt fyrir hausinn á okkur. Við komum sterkar inn í seinni hálfleikinn og jöfnuðum hratt, en einhvervegin aftur fáum við aftur á okkur víti og aftur slegjið okkur í andlitið,''
„Við klárlega áttum að skora fleiri og ég persónulega átti líka að klára eitt. Ég ætla ekki að skrá þetta á karakters leysi eða vanmat, þetta var bara ekki okkar dagur í dag,''
„Þetta er fyrsta tímabilið mitt eftir barnsburð og margt jákvætt varðandi það, en aftur á móti set ég á mig stærri markmið og geri meiri kröfur á sjálfan mig,''
„Við erum með flottan ungan hóp og við erum að byggja og gera betur,''
Sandra var spurð út í hvort hún haldi áfram hjá Þór/KA eftir tímabilið.
„Ég er ennþá samningsbundin Þór/KA, þannig það er stefnan eins og er.'' segir Sandra María í lokinn.
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.