Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 01. nóvember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan: Leist bara langbest á Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson
Dagur Dan Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson skrifaði undir hjá Breiðabliki í síðustu viku og var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á föstudag. Dagur lék með Fylki á láni í sumar og Breiðablik kaupir hann af norska félaginu Mjöndalen.

„Mér líst frábærlega á að vera kominn í Breiðablik. Þetta er mjög stór klúbbur á Íslandi, það er virkilega gaman og spennandi tímar framundan. Ég var búinn að heyra eitthvað af viðræðunum í smá tíma en ég vissi aldrei af neinu fyrr en bara þegar þetta var komið í gegn," sagði Dagur.

,Það var rætt við 2-3 félög í viðbót og mér leist bara langbest á Breiðablik. Mig langar að ná eins langt og ég get, mig langar að komast í atvinnumennsku og Blikar hafa skilað mönnum þangað síðustu ár. Þeir eru með rosalega háan standard af leikmönnum og gæðum. Eftir að ég kom og talaði við stjórnarmenn og leikmenn þá fannst mér þetta „no brainer"."

Áttiru einhver samtöl við Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara] sem sannfærði þig um að þetta væri rétta skrefið?

„Ekki beint, ég myndi ekki segja það. Ég eiginlega hoppaði bara beint út í þetta án þess að hugsa, mér fannst þetta það heillandi. Ég veit að þetta er gríðarlega sterkur hópur og ekkert gefið í þessu."

Tímabilið hjá Fylki var ekki gott. Liðið endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og leikur í næstefstu deild næsta sumar. Dagur ræddi um síðasta tímabil og má sjá svör hans í spilaranum að ofan.

Dagur var skráður með þriggja ára samning við Fylki samkvæmt vefsíðu knattspyrnusambandsins. Hvernig var staðan á þínum samningsmálum?

„Ég átti samning út næsta ár hjá Mjöndalen. Ég skrifaði undir hálfs árs lánssamning við Fylki og Fylkir hafði forkaupsrétt á mér. Við og Mjöndalen ákváðum að best væri að leita eitthvert annað. Það var allt gert á mjög góðum nótum, Fylkir er mjög góður klúbbur og ekkert vont um hann að segja."

Stóð einhvern tímann til að Fylkir myndi kaupa þig?

„Við ræddum það ekkert heldur var bara sagt að það væri fínt að fara í sitthvora áttina, ég og félagið. Það var verðmiði á mér sem lið í 1. deild myndu vilja borga. Breiðablik er að kaupa mig frá Mjöndalen."

Í lok viðtals var Dagur spurður aðeins út í æfingarnar með U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner