Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 01. nóvember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan: Leist bara langbest á Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson
Dagur Dan Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson skrifaði undir hjá Breiðabliki í síðustu viku og var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á föstudag. Dagur lék með Fylki á láni í sumar og Breiðablik kaupir hann af norska félaginu Mjöndalen.

„Mér líst frábærlega á að vera kominn í Breiðablik. Þetta er mjög stór klúbbur á Íslandi, það er virkilega gaman og spennandi tímar framundan. Ég var búinn að heyra eitthvað af viðræðunum í smá tíma en ég vissi aldrei af neinu fyrr en bara þegar þetta var komið í gegn," sagði Dagur.

,Það var rætt við 2-3 félög í viðbót og mér leist bara langbest á Breiðablik. Mig langar að ná eins langt og ég get, mig langar að komast í atvinnumennsku og Blikar hafa skilað mönnum þangað síðustu ár. Þeir eru með rosalega háan standard af leikmönnum og gæðum. Eftir að ég kom og talaði við stjórnarmenn og leikmenn þá fannst mér þetta „no brainer"."

Áttiru einhver samtöl við Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara] sem sannfærði þig um að þetta væri rétta skrefið?

„Ekki beint, ég myndi ekki segja það. Ég eiginlega hoppaði bara beint út í þetta án þess að hugsa, mér fannst þetta það heillandi. Ég veit að þetta er gríðarlega sterkur hópur og ekkert gefið í þessu."

Tímabilið hjá Fylki var ekki gott. Liðið endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og leikur í næstefstu deild næsta sumar. Dagur ræddi um síðasta tímabil og má sjá svör hans í spilaranum að ofan.

Dagur var skráður með þriggja ára samning við Fylki samkvæmt vefsíðu knattspyrnusambandsins. Hvernig var staðan á þínum samningsmálum?

„Ég átti samning út næsta ár hjá Mjöndalen. Ég skrifaði undir hálfs árs lánssamning við Fylki og Fylkir hafði forkaupsrétt á mér. Við og Mjöndalen ákváðum að best væri að leita eitthvert annað. Það var allt gert á mjög góðum nótum, Fylkir er mjög góður klúbbur og ekkert vont um hann að segja."

Stóð einhvern tímann til að Fylkir myndi kaupa þig?

„Við ræddum það ekkert heldur var bara sagt að það væri fínt að fara í sitthvora áttina, ég og félagið. Það var verðmiði á mér sem lið í 1. deild myndu vilja borga. Breiðablik er að kaupa mig frá Mjöndalen."

Í lok viðtals var Dagur spurður aðeins út í æfingarnar með U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir
banner