Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mán 01. nóvember 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Dan: Leist bara langbest á Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson
Dagur Dan Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Dan Þórhallsson skrifaði undir hjá Breiðabliki í síðustu viku og var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins á föstudag. Dagur lék með Fylki á láni í sumar og Breiðablik kaupir hann af norska félaginu Mjöndalen.

„Mér líst frábærlega á að vera kominn í Breiðablik. Þetta er mjög stór klúbbur á Íslandi, það er virkilega gaman og spennandi tímar framundan. Ég var búinn að heyra eitthvað af viðræðunum í smá tíma en ég vissi aldrei af neinu fyrr en bara þegar þetta var komið í gegn," sagði Dagur.

,Það var rætt við 2-3 félög í viðbót og mér leist bara langbest á Breiðablik. Mig langar að ná eins langt og ég get, mig langar að komast í atvinnumennsku og Blikar hafa skilað mönnum þangað síðustu ár. Þeir eru með rosalega háan standard af leikmönnum og gæðum. Eftir að ég kom og talaði við stjórnarmenn og leikmenn þá fannst mér þetta „no brainer"."

Áttiru einhver samtöl við Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara] sem sannfærði þig um að þetta væri rétta skrefið?

„Ekki beint, ég myndi ekki segja það. Ég eiginlega hoppaði bara beint út í þetta án þess að hugsa, mér fannst þetta það heillandi. Ég veit að þetta er gríðarlega sterkur hópur og ekkert gefið í þessu."

Tímabilið hjá Fylki var ekki gott. Liðið endaði í neðsta sæti Pepsi Max-deildarinnar og leikur í næstefstu deild næsta sumar. Dagur ræddi um síðasta tímabil og má sjá svör hans í spilaranum að ofan.

Dagur var skráður með þriggja ára samning við Fylki samkvæmt vefsíðu knattspyrnusambandsins. Hvernig var staðan á þínum samningsmálum?

„Ég átti samning út næsta ár hjá Mjöndalen. Ég skrifaði undir hálfs árs lánssamning við Fylki og Fylkir hafði forkaupsrétt á mér. Við og Mjöndalen ákváðum að best væri að leita eitthvert annað. Það var allt gert á mjög góðum nótum, Fylkir er mjög góður klúbbur og ekkert vont um hann að segja."

Stóð einhvern tímann til að Fylkir myndi kaupa þig?

„Við ræddum það ekkert heldur var bara sagt að það væri fínt að fara í sitthvora áttina, ég og félagið. Það var verðmiði á mér sem lið í 1. deild myndu vilja borga. Breiðablik er að kaupa mig frá Mjöndalen."

Í lok viðtals var Dagur spurður aðeins út í æfingarnar með U21 árs landsliðinu.
Athugasemdir