Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. júní 2020 08:35
Magnús Már Einarsson
Endar Werner hjá Chelsea?
Powerade
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með ýmsar vangaveltur í dag líkt og fyrri daginn.



Chelsea er að íhuga að reyna við Timo Werner (24) framherja RB Leipzig ef hann sýnir áhuga á að koma til félagsins. (ESPN)

Lionel Messi (32) verður áfram hjá Barcelona á næsta tímabili eftir að klásúla sem leyfir honum að fara rann úr gildi um mánaðarmótin. (Standard)

Real Madrid hefur hafnað boði um að fá Willian (31 leikmann Chelsea en hann er að verða samningslaus. (Mirror)

Manchester United greiðir 10,5 milljónir punda til að halda framherjanum Odion Ighalo (30) á láni fram í janúar. Sex milljónir punda fara til Shanghai Shenhua en afgangurinn fer í laun til Ighlao. (Mail)

Liverpool er í viðræðum um að framlengja lánssamninga Harry Wilson (23) hjá Bournemouth og Rhian Brewster (20) hjá Swanesa út tímabilið. (Telegraph)

Arsenal er tilbúið að bjóða David Luiz (33) nýjan eins árs samning. Hann þarf þó að lækka í launum en laun hans í dag hljóða upp á 130 þúsund pund á viku. (Mirror)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, ætlar ekki að mæta á leiki þegar deildin byrjar. Leikið verður fyrir luktum dyrum og Southgate vill ekki fá sérstakan aðgang. (Star)

Enska úrvalsdeildin ætlar á fundi í vikunni að ræða möguleika á að stjórar í deildinni geti farið í viðtöl í hálfleik. (Express)

Chelsea hefur óskað eftir því að félög fái að vera með níu menn á varamannabekknum út tímabilið í stað sjö. Skiptingum verður fjölgað tímabundið úr þremur í fimm. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner