Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
   fös 02. júní 2023 20:32
Matthías Freyr Matthíasson
Jökull: Held að Ísak Andri sé ekkert að stressa sig
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mjög góður sigur. Margt sem var gott í dag. Varnarleikurinn góður, sóknarleikurinn virkilega góður. Spirit og margt gott sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir góðan 4 - 0 sigur á KA í kvöld


Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 KA

Flestir leikir byrja þannig að liðin eru að þreifa og finna mómentið en ég var alveg viss um það að ef við næðum fyrsta markinu að þá gæti þetta farið svona. 

Við erum ekkert að pirra okkur á tapinu í síðasta leik. Sá leikur gerði ekki neitt fyrir okkur og hann var eins og hann var og við lærum af honum fyrir bikarleikinn á þriðjudaginn.

Örvar Logi Örvarsson þurfti að fara af velli eftir högg í andlitið, er í lagi með hann?

Hann fær hreinan olnboga og ég reikna með að hann verði í lagi. Ég er ekki búinn að tékka á því hvort að hann hafi fengið heilahristing en þetta var helvíti fastur olnbogi beint á nefið og við augað þannig að við þurfum að tékka á því.

Þessir ungu strákar í liðinu, geturu hrósað þeim nægilega mikið?

Þeir hafa staðið sig rosalega vel og það er alveg sama hver kemur inn, þeir gera virkilega vel en það er líka hrós til annara leikmanna og hópurinn í allri heild sinni á mikið hrós skilið fyrir þessa frammistöðu og það sem er í gangi. Það eru leikmenn fyrir utan hóp sem gera það að verkum að þessi frammistaða er eins og hún er. Risastórt hrós á alla og svo þurfum við að halda áfram.

Ísak Andri er búinn að vera að glíma við einhver meiðsli og fer út af í dag, var það bara varúðarráðstöfun?

Já já hann var alveg heill í dag og búinn að fá alveg grænt ljós og hvíldum hann síðast þannig að hann á að vera í lagi.

Svo ég haldi áfram að tala um Ísak Andra sem er búinn að vera vinsælt umræðuefni í sumar, verður hann í Stjörnunni út tímabilið?

Það er ekkert sem ég get svarað. Ég hef ekki hugmynd og ég er mjög ánægður með hugafarið hjá honum og öðrum ungum leikmönnum leikmönnum og þeir eru að njóta þess að vera í mómentinu og eru að njóta þess að vera spila með félögum sínum og í liði sem þeim líður vel í þannig að ég held að hann sé ekkert að stressa sig

Nánar er rætt við Jökul hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner