Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. janúar 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki víst hvort Oliver spili með ÍA í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson mun að öllum líkindum spila á Íslandi á komandi tímabili. Skagamaðurinn yrði þá lánaður frá Norrköping og færi svo aftur til Svíþjóðar eftir tímabilið á Íslandi.

Í desember sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, í viðtali við 433.is að það væri mjög líklegt að Oliver myndi spila með ÍA.

„Það er mjög líklegt, hann er að koma til baka og byrjar að æfa með okkur eftir áramót. Við ætlum að reyna að hjálpa honum í gang, þetta snýst um það að geta hjálpað honum að komast í stand til að spila fótbolta," sagði Jói Kalli.

Æfingar hjá ÍA hefjast á morgun en Oliver hefur ekki tekið ákvörðun hvar hann spilar.

„Það er ekkert staðfest enn en það er líklegt að ég verði heima á Íslandi á næsta tímabili," sagði Oliver við Fótbolta.net í viðtali í dag.

„Það var ekkert klárt með ÍA og er ekkert klárt. Ég er ennþá að skoða í kringum mig og ég veit ekki ennþá hvar ég enda. En það er alltaf líklegt að maður spili fyrir heimaklúbbinn."

„Ég geri ráð fyrir því að spila á Íslandi, það getur alltaf eitthvað breyst en ég vona að ég fái að koma heim til að spila smá fótbolta,"
sagði Oliver sem hefur verið fjarri góðu gamni stærstan hluta af síðustu þremur árum.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
„Hefur verið erfitt á tímum en aldrei verið spurning hvað ég vil gera í mínu lífi"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner