Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 03. júlí 2020 23:12
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Það eru fullt af góðum liðum í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var sáttur með sína menn að leikslokum í Safamýrinni í kvöld

„Bara mjög sáttur að við að ná að klára þetta, fá 3 stig og halda hreinu. En Afturelding virkilega öflugir og erfiðir í dag, en við silgdum þessu heim og fyrst og fremst sáttur með það."

Fram þurfti að gera 2 breytingar strax í fyrri hálfleik en þeir Alex Freyr Elísson og Aron Kári Aðalsteinsson fóru báðir meiddir af velli og var Nonni spurður út í stöðuna á þeim.

„Það eru 2 leikmenn í fyrri hálfleik sem fara útaf meiddir, það var annarsvegar snúningur á ökla og hitt var högg held ég eða hvort það hafi verið einhver smá tognun. það verður bara að koma í ljós á morgun."

Þórir Guðjónsson var í leikmannahópi Fram í kvöld og kom inn á undir lokin og segir Nonni hann vera búin að glíma við smá meiðsli.

„Hann er bara búin að vera glíma við smá meiðsli og búin að vera í þessari viku að koma sér til baka og við vildum ekki taka neinn séns með hann, en ákvaðum síðasta korterið að nýta hans krafta og hann gerði það fyrir okkur."

Framarar heimsækja Víking Ólafsvík í næstu umferð og var Nonni spurður hvernig sá leikur leggst í hann.

„Það er bara enn of aftur erfiður leikur, það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og úrslitin í deildinni segja manni það að það geta allir unnið alla í raun og veru þannig við þurfum að taka stöðuna á okkar mannskap á morgun og Mánudaginn og vera þá tilbúnir á Þriðjudaginn með þeim sem eru tiltækir að fara inn í hörkuleik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner