Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 03. júlí 2020 23:12
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Það eru fullt af góðum liðum í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var sáttur með sína menn að leikslokum í Safamýrinni í kvöld

„Bara mjög sáttur að við að ná að klára þetta, fá 3 stig og halda hreinu. En Afturelding virkilega öflugir og erfiðir í dag, en við silgdum þessu heim og fyrst og fremst sáttur með það."

Fram þurfti að gera 2 breytingar strax í fyrri hálfleik en þeir Alex Freyr Elísson og Aron Kári Aðalsteinsson fóru báðir meiddir af velli og var Nonni spurður út í stöðuna á þeim.

„Það eru 2 leikmenn í fyrri hálfleik sem fara útaf meiddir, það var annarsvegar snúningur á ökla og hitt var högg held ég eða hvort það hafi verið einhver smá tognun. það verður bara að koma í ljós á morgun."

Þórir Guðjónsson var í leikmannahópi Fram í kvöld og kom inn á undir lokin og segir Nonni hann vera búin að glíma við smá meiðsli.

„Hann er bara búin að vera glíma við smá meiðsli og búin að vera í þessari viku að koma sér til baka og við vildum ekki taka neinn séns með hann, en ákvaðum síðasta korterið að nýta hans krafta og hann gerði það fyrir okkur."

Framarar heimsækja Víking Ólafsvík í næstu umferð og var Nonni spurður hvernig sá leikur leggst í hann.

„Það er bara enn of aftur erfiður leikur, það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og úrslitin í deildinni segja manni það að það geta allir unnið alla í raun og veru þannig við þurfum að taka stöðuna á okkar mannskap á morgun og Mánudaginn og vera þá tilbúnir á Þriðjudaginn með þeim sem eru tiltækir að fara inn í hörkuleik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner