Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
   fös 03. júlí 2020 23:12
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Það eru fullt af góðum liðum í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var sáttur með sína menn að leikslokum í Safamýrinni í kvöld

„Bara mjög sáttur að við að ná að klára þetta, fá 3 stig og halda hreinu. En Afturelding virkilega öflugir og erfiðir í dag, en við silgdum þessu heim og fyrst og fremst sáttur með það."

Fram þurfti að gera 2 breytingar strax í fyrri hálfleik en þeir Alex Freyr Elísson og Aron Kári Aðalsteinsson fóru báðir meiddir af velli og var Nonni spurður út í stöðuna á þeim.

„Það eru 2 leikmenn í fyrri hálfleik sem fara útaf meiddir, það var annarsvegar snúningur á ökla og hitt var högg held ég eða hvort það hafi verið einhver smá tognun. það verður bara að koma í ljós á morgun."

Þórir Guðjónsson var í leikmannahópi Fram í kvöld og kom inn á undir lokin og segir Nonni hann vera búin að glíma við smá meiðsli.

„Hann er bara búin að vera glíma við smá meiðsli og búin að vera í þessari viku að koma sér til baka og við vildum ekki taka neinn séns með hann, en ákvaðum síðasta korterið að nýta hans krafta og hann gerði það fyrir okkur."

Framarar heimsækja Víking Ólafsvík í næstu umferð og var Nonni spurður hvernig sá leikur leggst í hann.

„Það er bara enn of aftur erfiður leikur, það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og úrslitin í deildinni segja manni það að það geta allir unnið alla í raun og veru þannig við þurfum að taka stöðuna á okkar mannskap á morgun og Mánudaginn og vera þá tilbúnir á Þriðjudaginn með þeim sem eru tiltækir að fara inn í hörkuleik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner