Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   fös 03. júlí 2020 23:12
Anton Freyr Jónsson
Jón Sveins: Það eru fullt af góðum liðum í þessari deild
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram og Afturelding áttust við í Safamýri í 3.umferð Lengjudeildar karla í kvöld og skoraði Albert Hafsteinsson eina mark leiksins á 56. mínútu.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 Afturelding

Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram var sáttur með sína menn að leikslokum í Safamýrinni í kvöld

„Bara mjög sáttur að við að ná að klára þetta, fá 3 stig og halda hreinu. En Afturelding virkilega öflugir og erfiðir í dag, en við silgdum þessu heim og fyrst og fremst sáttur með það."

Fram þurfti að gera 2 breytingar strax í fyrri hálfleik en þeir Alex Freyr Elísson og Aron Kári Aðalsteinsson fóru báðir meiddir af velli og var Nonni spurður út í stöðuna á þeim.

„Það eru 2 leikmenn í fyrri hálfleik sem fara útaf meiddir, það var annarsvegar snúningur á ökla og hitt var högg held ég eða hvort það hafi verið einhver smá tognun. það verður bara að koma í ljós á morgun."

Þórir Guðjónsson var í leikmannahópi Fram í kvöld og kom inn á undir lokin og segir Nonni hann vera búin að glíma við smá meiðsli.

„Hann er bara búin að vera glíma við smá meiðsli og búin að vera í þessari viku að koma sér til baka og við vildum ekki taka neinn séns með hann, en ákvaðum síðasta korterið að nýta hans krafta og hann gerði það fyrir okkur."

Framarar heimsækja Víking Ólafsvík í næstu umferð og var Nonni spurður hvernig sá leikur leggst í hann.

„Það er bara enn of aftur erfiður leikur, það eru fullt af góðum liðum í þessari deild og úrslitin í deildinni segja manni það að það geta allir unnið alla í raun og veru þannig við þurfum að taka stöðuna á okkar mannskap á morgun og Mánudaginn og vera þá tilbúnir á Þriðjudaginn með þeim sem eru tiltækir að fara inn í hörkuleik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner