Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fös 04. mars 2022 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Gissurar: Tók sjö ár af Counter Strike og var fullur allar helgar
Rúnar Gissurarson
Rúnar Gissurarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hef ekki átt tölvu í lengri tíma og er hættur að drekka. Mér líður miklu betur
Ég hef ekki átt tölvu í lengri tíma og er hættur að drekka. Mér líður miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Rúnar Gissurarson gekk í raðir Keflavíkur í vetur. Hann kom frá Reyni Sandgerði þar sem hann er uppalinn. Í dag ræddi hann við Fótbolta.net.

„Keflavík hafði samband fyrir ári síðan þegar ég fór frá Njarðvík en þá fannst mér ég ekki alveg vera tilbúinn í þetta stökk. Svo höfðu þeir samband aftur núna og ég ákvað að áður en það yrði of seint að taka þetta stökk og prófa þetta," sagði Rúnar. Haraldur Freyr Guðmundsson var þjálfari Rúnars hjá Reyni Sandgerði.

„Mér finnst það í raun vera núna eða aldrei, maður er orðinn helvíti gamall. Ef ekki núna, hvenær þá?"

Rúnar er 36 ára gamall og á sér ansi merkilega sögu. Þegar hann var í 3. flokki hætti hann í fótbolta og var frá íþróttinni í um sjö ár. Það merkilega er að þegar hann hætti var hann ekki markvörður. Hann hafi hins vegar ákveðið að mæta þegar Þrótti Vogum vantaði markvörð árið 2010 og síðan var ekki aftur snúið.

„Ég hætti 16-17 ára sem útileikmaður og fer þá bara á fullu að spila Counter Strike og var bara fullur hverja helgi og eitthvað svona bull. Ég tók sjö ár af því og svo vantaði markvörð í Þrótt Voga. Ég ákvað að prófa af því besti vinur minn var að spila þar og dró mig á æfingu. Það endaði bara þannig að ég festist í markinu og bara ógeðslega gaman."

„Ég veit ekki alveg hvernig svona gerist. Ég var orðinn svolítið þungur á þessum tíma, orðinn 115-120kg og vildi koma mér af stað og reyna létta mig. Ég ætlaði að verða útileikmaður aftur en markið var skemmtilegt og heillaði."


Rúnar á marga leiki að baki í 3. og 4. deild á ferlinum en er nú kominn til félags í efstu deild.

„Þetta er skemmtileg saga. Fyrir tímabilið 2019, þegar Reynir fór upp úr 4. deildinni þá fór ég í áskorun í Sporthúsinu í Keflavík, ríf af mér 25-26 kíló og þá ertu mikli betri markvörður, maður sá bætinguna á mér frá degi til dags. Sjálfstraustið varð betra og allt í raun varð betra. En að vera kominn í lið í efstu deild er lygilegt myndi ég segja."

Lífið sem markvörður, er það skemmtilegra en Counter Strike og fyllerí?

„Já, miklu skemmtilegra. Ég hef ekki átt tölvu í lengri tíma og er hættur að drekka. Mér líður miklu betur."

Rúnar er ekkert að spá í því að hætta á næstunni og segir sig eiga nokkur ár eftir. „Ég á örugglega 3-4 ár eftir en maður veit aldrei," sagði Rúnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner