Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 04. júlí 2022 16:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Áslaug Munda dekkaði Sveindísi: Það er ekki einfalt
Icelandair
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir mætti í viðtal eftir æfingu landsliðsins í dag Fürth í Þýskalandi í dag.

Þessi efnilegi leikmaður er núna á leið á sitt fyrsta stórmót með liðinu.

„Við höfum haft góðan tíma núna til að efla hópinn, bæði fótboltalega séð og félagslega. Það er búið að fara mjög vel um okkur í Þýskalandi, voðalega þægilegur staður,” segir hún um tímann með landsliðinu.

Áslaug Munda hefur verið að leysa stöðu vinstri bakvarðar með landsliðinu. Hvernig er það samanborið við að vera á kantinum?

„Mér finnst ekkert að því. Þetta er bara gaman. Það er fínt að fá að taka þátt í varnarleiknum. Það er allt öðruvísi en að vera á kantinum, en svipað að einhverju leyti líka. Það eru lengri hlaup en ég er vön því - það er mjög gaman.”

Á æfingunni var hún að dekka Sveindísi Jane Jónsdóttur sem er alls ekki auðvelt verkefni.

„Það er ekki einfalt og ég þarf að vera mjög passív til að ná að verjast henni. Það er mjög góð áskorun og ég fæ aukið sjálfstraust ef ég næ að halda í við hana.”

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner