Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 04. október 2020 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Jói Kalli um Stefán Teit og Tryggva: Búið að samþykkja tilboð erlendis frá í báða þessa leikmenn
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn fengu FH í heimsókn á Norðurálsvöllinn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í dag.

Skagamenn sigla lygnan sjó um miðja deild á meðan FH er að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera nokkuð jafn, var alveg jafnræði með liðunum við gátum alveg keyrt svolítið á FH-ingana og komist aftur fyrir þá í nokkur skipti, komist í fínar stöður og náðum bara ekki að klára það með marki." Sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjáflari ÍA eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 FH

"Auðvitað svolítið sár niðurstaða að fara með 0-1 undir í hálfleik og Steven Lennon gerði það nátturlega virkilega vel og nátturlega svakaleg gæði í þeim leikmanni en við hefðum getað gert aðeins betur til þess að stoppa það mark og það gefur FH-ingum töluvert sjálfstraust inn í seinni hálfleikinn."

„Að mörgu leiti þó það sé skrítið að segja það að mörgu leiti var ég sáttur með frammistöu minna manna í dag, menn lögðu mikið á sig til þess að stoppa uppspilið hjá FH-ingunum sem endaði þá bara með löngum boltum sem að fóru í hendurnar á Árna en auðvitað þarftu að getað klárað leikinn upp á 10 hvað það varðar, sérstaklega þegar þú er að spila á móti liði með Steven Lennon innan sinna raða."


Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson voru ekki með Skagamönnum í dag en þeir voru í leikbanni. Mikið hefur þó verið rætt og ritað um hvort að þeir séu á leið frá Skagamönnum og fyrr í sumar bárust tíðindi um að þeir væru á leið í Val og KR en Jóhannes Karl hefur nú staðfest að ÍA hafi samþykkt tilboð í þá að utan en Jóhannes Karl vildi ekki gefa upp hvaðan tilboðin komu en gat þó staðfest aðþeir klári ekki tímabilið með Skagamönnum.
„Nei þeir gera það ekki, Það er búið að samþykkja tilboð erlendis frá í báða þessa leikmenn og þeir muna fara út. Þú verður að spyrja Geir Þorsteinsson að því hvert þeir eru að fara og ég get ekki staðfest það, eina sem ég get staðfest er að við erum búnir að samþykkja tilboðin í báða þessa leikmenn og allar líkur á því að þeir fari erlendis."

*Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir