Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   sun 04. október 2020 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Jói Kalli um Stefán Teit og Tryggva: Búið að samþykkja tilboð erlendis frá í báða þessa leikmenn
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn fengu FH í heimsókn á Norðurálsvöllinn þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í dag.

Skagamenn sigla lygnan sjó um miðja deild á meðan FH er að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera nokkuð jafn, var alveg jafnræði með liðunum við gátum alveg keyrt svolítið á FH-ingana og komist aftur fyrir þá í nokkur skipti, komist í fínar stöður og náðum bara ekki að klára það með marki." Sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjáflari ÍA eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 FH

"Auðvitað svolítið sár niðurstaða að fara með 0-1 undir í hálfleik og Steven Lennon gerði það nátturlega virkilega vel og nátturlega svakaleg gæði í þeim leikmanni en við hefðum getað gert aðeins betur til þess að stoppa það mark og það gefur FH-ingum töluvert sjálfstraust inn í seinni hálfleikinn."

„Að mörgu leiti þó það sé skrítið að segja það að mörgu leiti var ég sáttur með frammistöu minna manna í dag, menn lögðu mikið á sig til þess að stoppa uppspilið hjá FH-ingunum sem endaði þá bara með löngum boltum sem að fóru í hendurnar á Árna en auðvitað þarftu að getað klárað leikinn upp á 10 hvað það varðar, sérstaklega þegar þú er að spila á móti liði með Steven Lennon innan sinna raða."


Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Haraldsson voru ekki með Skagamönnum í dag en þeir voru í leikbanni. Mikið hefur þó verið rætt og ritað um hvort að þeir séu á leið frá Skagamönnum og fyrr í sumar bárust tíðindi um að þeir væru á leið í Val og KR en Jóhannes Karl hefur nú staðfest að ÍA hafi samþykkt tilboð í þá að utan en Jóhannes Karl vildi ekki gefa upp hvaðan tilboðin komu en gat þó staðfest aðþeir klári ekki tímabilið með Skagamönnum.
„Nei þeir gera það ekki, Það er búið að samþykkja tilboð erlendis frá í báða þessa leikmenn og þeir muna fara út. Þú verður að spyrja Geir Þorsteinsson að því hvert þeir eru að fara og ég get ekki staðfest það, eina sem ég get staðfest er að við erum búnir að samþykkja tilboðin í báða þessa leikmenn og allar líkur á því að þeir fari erlendis."

*Viðtalið í heild má sjá hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner