Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 05. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með U21 árs landsliðinu
Í leik með U21 árs landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður Horsens og U21 árs landsliðsins. Hann hefur fengið fá tækifæri með danska félaginu í vetur, einungis byrjað einn leik og spilað samtals 101 mínútu í dönsku B-deildinni.

Ágúst er 21 árs og spilaði með FH fyrri hluta síðasta tímabils, á láni frá danska félaginu.

„Ég myndi ekki segja að staðan væri nógu góð þessa stundina. Það er erfitt að koma með einhverja útskýringu af hverju ég er ekki að spila. Ég er búinn að fara á fullt af fundum með þjálfaranum og það eru rosalega sérstakar útskýringar sem ég hef fengið. Á öllum æfingum og þegar ég hef fengið að spila þá hef ég verið mjög sáttur með mig. Þetta er frekar skrítin staða að vera í," sagði Ágúst.

„Eftir að ég kom til baka úr láninu hjá FH þá hef ég nánast ekki misst af æfingu svo ég hef verið meira og minna heill. Það er ekki eins og liðið sé búið að vinna alla leikina á þessu tímabili, búið að vera upp og niður. Liðið hefur kannski verið að taka tvo sigurleiki og svo tapað einum en þjálfarinn hefur verið að halda í sína ellefu menn og lítið breytt."

Fer líklega frá Horsens í janúar
Hvernig horfir þessi staða við þér til lengri tíma? Hvað áttu mikið eftir af samningum?

„Ég á alltof mikið eftir af þessum samningi, held ég sé á samningi til 2024 en vonandi núna í janúar gerist eitthvað spennandi og ég get farið. Ég er að vona að það gerist og eins og staðan er núna þá er það mjög líklegt."

„Ég hef heyrt að einhver lið séu í vinnslu og eitthvað sé komið frekar langt. Vonandi skýrist það á næstu vikum."


Yrði það innan Danmerkur eða á Íslandi? „Það er í Skandinavíu og svo hefur maður heyrt af áhuga frá íslenskum félögum."

Trylltur á æfingum
Þú ert þekktur fyrir að vera orkumikill leikmaður. Hvað geriru þegar þú ert ekki að fá mínútur inn á vellinum?

„Það er erfitt, þá hangi ég úti á velli og á þessum æfingum daginn fyrir leik þá er ég bara trylltur og reyni að nýta alla orkuna á æfingunni - svo fer ég í ræktina," sagði Ágúst.

Hann var einnig spurður út í Aron Sigurðarson, Hall Hansson og yngri bróður sinn Kristian Nökkva í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner