Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   mið 05. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með U21 árs landsliðinu
Í leik með U21 árs landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður Horsens og U21 árs landsliðsins. Hann hefur fengið fá tækifæri með danska félaginu í vetur, einungis byrjað einn leik og spilað samtals 101 mínútu í dönsku B-deildinni.

Ágúst er 21 árs og spilaði með FH fyrri hluta síðasta tímabils, á láni frá danska félaginu.

„Ég myndi ekki segja að staðan væri nógu góð þessa stundina. Það er erfitt að koma með einhverja útskýringu af hverju ég er ekki að spila. Ég er búinn að fara á fullt af fundum með þjálfaranum og það eru rosalega sérstakar útskýringar sem ég hef fengið. Á öllum æfingum og þegar ég hef fengið að spila þá hef ég verið mjög sáttur með mig. Þetta er frekar skrítin staða að vera í," sagði Ágúst.

„Eftir að ég kom til baka úr láninu hjá FH þá hef ég nánast ekki misst af æfingu svo ég hef verið meira og minna heill. Það er ekki eins og liðið sé búið að vinna alla leikina á þessu tímabili, búið að vera upp og niður. Liðið hefur kannski verið að taka tvo sigurleiki og svo tapað einum en þjálfarinn hefur verið að halda í sína ellefu menn og lítið breytt."

Fer líklega frá Horsens í janúar
Hvernig horfir þessi staða við þér til lengri tíma? Hvað áttu mikið eftir af samningum?

„Ég á alltof mikið eftir af þessum samningi, held ég sé á samningi til 2024 en vonandi núna í janúar gerist eitthvað spennandi og ég get farið. Ég er að vona að það gerist og eins og staðan er núna þá er það mjög líklegt."

„Ég hef heyrt að einhver lið séu í vinnslu og eitthvað sé komið frekar langt. Vonandi skýrist það á næstu vikum."


Yrði það innan Danmerkur eða á Íslandi? „Það er í Skandinavíu og svo hefur maður heyrt af áhuga frá íslenskum félögum."

Trylltur á æfingum
Þú ert þekktur fyrir að vera orkumikill leikmaður. Hvað geriru þegar þú ert ekki að fá mínútur inn á vellinum?

„Það er erfitt, þá hangi ég úti á velli og á þessum æfingum daginn fyrir leik þá er ég bara trylltur og reyni að nýta alla orkuna á æfingunni - svo fer ég í ræktina," sagði Ágúst.

Hann var einnig spurður út í Aron Sigurðarson, Hall Hansson og yngri bróður sinn Kristian Nökkva í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner