Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mið 05. janúar 2022 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staða Ágústs ekki nógu góð - Færir sig líklega til í Skandinavíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með U21 árs landsliðinu
Í leik með U21 árs landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson er leikmaður Horsens og U21 árs landsliðsins. Hann hefur fengið fá tækifæri með danska félaginu í vetur, einungis byrjað einn leik og spilað samtals 101 mínútu í dönsku B-deildinni.

Ágúst er 21 árs og spilaði með FH fyrri hluta síðasta tímabils, á láni frá danska félaginu.

„Ég myndi ekki segja að staðan væri nógu góð þessa stundina. Það er erfitt að koma með einhverja útskýringu af hverju ég er ekki að spila. Ég er búinn að fara á fullt af fundum með þjálfaranum og það eru rosalega sérstakar útskýringar sem ég hef fengið. Á öllum æfingum og þegar ég hef fengið að spila þá hef ég verið mjög sáttur með mig. Þetta er frekar skrítin staða að vera í," sagði Ágúst.

„Eftir að ég kom til baka úr láninu hjá FH þá hef ég nánast ekki misst af æfingu svo ég hef verið meira og minna heill. Það er ekki eins og liðið sé búið að vinna alla leikina á þessu tímabili, búið að vera upp og niður. Liðið hefur kannski verið að taka tvo sigurleiki og svo tapað einum en þjálfarinn hefur verið að halda í sína ellefu menn og lítið breytt."

Fer líklega frá Horsens í janúar
Hvernig horfir þessi staða við þér til lengri tíma? Hvað áttu mikið eftir af samningum?

„Ég á alltof mikið eftir af þessum samningi, held ég sé á samningi til 2024 en vonandi núna í janúar gerist eitthvað spennandi og ég get farið. Ég er að vona að það gerist og eins og staðan er núna þá er það mjög líklegt."

„Ég hef heyrt að einhver lið séu í vinnslu og eitthvað sé komið frekar langt. Vonandi skýrist það á næstu vikum."


Yrði það innan Danmerkur eða á Íslandi? „Það er í Skandinavíu og svo hefur maður heyrt af áhuga frá íslenskum félögum."

Trylltur á æfingum
Þú ert þekktur fyrir að vera orkumikill leikmaður. Hvað geriru þegar þú ert ekki að fá mínútur inn á vellinum?

„Það er erfitt, þá hangi ég úti á velli og á þessum æfingum daginn fyrir leik þá er ég bara trylltur og reyni að nýta alla orkuna á æfingunni - svo fer ég í ræktina," sagði Ágúst.

Hann var einnig spurður út í Aron Sigurðarson, Hall Hansson og yngri bróður sinn Kristian Nökkva í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner