Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mán 05. júní 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Er alltaf spennt að koma heim
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið valin best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Úlfa Dís átti sannkallaðan stórleik þegar Stjarnan vann 1-9 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu. Úlfa gerði þrennu í fyrri hálfleiknum og bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Úlfa Dís, sem er fædd árið 2001, hefur komið sterk inn í lið Stjörnunnar í sumar en það er ekki langt síðan hún kom heim í sumarfrí. Á veturnar er hún nefnilega í námi við Kentucky-háskólann, sem er einn besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna.

Úlfa er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021. Hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil og líður vel í Garðabænum.

Þessi öflugi leikmaður kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti kassa af Hleðslu í verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslitanna. Í viðtalinu hér að ofan ræðir Úlfa um leikinn gegn Gróttu, námið í Bandaríkjunum, sumarið með Stjörnunni og næsta bikarleik gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner