Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 05. júní 2023 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Best í Mjólkurbikarnum: Er alltaf spennt að koma heim
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið valin best í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Úlfa Dís átti sannkallaðan stórleik þegar Stjarnan vann 1-9 sigur gegn Gróttu á Seltjarnarnesinu. Úlfa gerði þrennu í fyrri hálfleiknum og bætti svo við fjórða markinu í seinni hálfleik.

Úlfa Dís, sem er fædd árið 2001, hefur komið sterk inn í lið Stjörnunnar í sumar en það er ekki langt síðan hún kom heim í sumarfrí. Á veturnar er hún nefnilega í námi við Kentucky-háskólann, sem er einn besti íþróttaháskóli Bandaríkjanna.

Úlfa er uppalin í FH en gekk í raðir Stjörnunnar fyrir tímabilið 2021. Hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin þrjú tímabil og líður vel í Garðabænum.

Þessi öflugi leikmaður kom við á skrifstofu Fótbolta.net í dag og tók á móti kassa af Hleðslu í verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslitanna. Í viðtalinu hér að ofan ræðir Úlfa um leikinn gegn Gróttu, námið í Bandaríkjunum, sumarið með Stjörnunni og næsta bikarleik gegn Keflavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner