Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 05. ágúst 2020 11:26
Elvar Geir Magnússon
Ekki vitað hvenær tíðinda er að vænta varðandi íslenska boltann
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk félagslið og fótboltaáhugamenn bíða eftir fréttum um það hvernig fótboltanum verður háttað hér á landi en öllum leikjum fram á laugardag hefur verið frestað vegna kórónaveirunnar.

Eins og staðan er núna er ekki búið að fresta leikjum sem fram fara um helgina en óvíst er hvort það haldist þannig.

ÍTF sendi félögum tölvupóst í gærkvöldi þar sem kom fram að stefnt væri að því að hefja æfingar með hefðbundnum hætti sem allra fyrst og vonast til að hægt verði að spila um helgina.

Áætlað er að félög í Pepsi Max-deildinni og Lengjudeildinni fundi á morgun um stöðu mála.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að verið sé að vinna eins hratt í málunum og hægt er en ekki sé hægt að segja til um það hvenær frekari tíðinda er að vænta.

Hún gat ekki fullyrt að það kæmu tíðindi í dag, miðvikudag.

KSÍ fékk minnisblað frá almannavörnum og sóttvarnarlækni í gær. Sambandið skoðar nú leiðir til lausna í samráði við sóttvarnaryfirvöld.

Fótboltinn er í fullum gangi hjá öllum nágrannaþjóðum okkar og í dag verður spilað í Danmörku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og víðar um alla Evrópu. Knattspyrnusamband Færeyja tilkynnti í dag að næstu umferðir þar yrðu leiknar án áhorfenda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner