Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fös 05. ágúst 2022 23:14
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Páll um mark Emils: Með betri mörkum sem hefur verið skorað hér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis var hæstánægður eftir að liðið hans sigraði Grindavík 5-2 á heimavelli í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 5 -  2 Grindavík

„Ég er bara stoltur af drengjunum, bara mjög góð frammistaða svona heilt yfir í þessum leik og sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum aðeins undir í baráttunni í fyrri hálfleiknum, Grindvíkingar vorum með djöfulsins pressu og helvítis læti í þeim en síðan ræddum við það bara í hálfleik og komum sterkir inn í seinni hálfleikinn. Við vorum aggressívir og gáfum Grindavík lítinn tíma og síðan bara skorum við frábær mörk og bara völtuðum yfir þá, það er bara þannig."

Emil Ásmundss skoraði 2-2 jöfnunarmarkið og það var svo sannarlega af betri gerðinni.

„Þetta er bara með betri mörkum sem hefur verið skorað hérna, þetta var bara glæsilegt og gaman af því hvað Emil er að koma sterkur inn og bara frábært fyrir hann eftir langan tíma í meiðslum og það er bara frábært fyrir okkur en hin 3 mörkin voru líka glæsileg."

Óskar Borgþórsson kemur inná í leiknum með miklum krafti og gerir 2 stoðsendingar, vægast sagt góð innkoma.

„Bara frábær (innkoma) og þetta vill maður sjá sem þjálfari að leikmenn komi af bekknum og hafi áhrif á leikinn og það gerðu þeir svo sannarlega þeir sem komu inn. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir okkar lið og liðsheild að menn séu klárir í það að sitja á bekknum, koma inn og leggja sig fram."

Fylkir er með 9 stiga forskot á næsta lið og sitja í 2. sæti. Margir vilja meina að mótið sé búið og bara spurning hver vinnur deildina.

„Nei, þetta verður fljótt að breytast ef þú heldur ekki haus þannig við tökum bara einn leik í einu og sjáum hvernig þetta endar 17. september. Við erum ekkert að fara fram úr okkur, þetta er bara mjög erfið deild og mörg mjög góð lið í þessari deild, hver einasti leikur er mjög erfiður og við megum ekki halda það að eitthvað sé komið við þurfum að eiga góða leiki það sem eftir er og síðan sjáum við til hvernig þetta endar. Þetta er ekkert búið fyrir fimm aura."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner