Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 05. desember 2019 21:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi Rafn: Rautt spjald þegar menn verða of ljótir í kjaftinum
Pálmi í leik gegn FH í sumar.
Pálmi í leik gegn FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svekkjandi, fyrri hálfleikurinn eyðilagði þetta þar sem þeir pressa okkur og skora einföld mörk. Þegar við erum að komast inn í leikinn hleypum við þeim aftur í tveggja marka forystu," sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-2 tap gegn Val í úrslitum Bose-mótsins.

„Mótið hefur verið mjög flott. Unnum alla leiki nema þennan og ber að hrósa Gústa (Ágústi Gylfasyni) og Origo fyrir mótið, geggjað mót."

Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks. Pálmi var spurður út í atvikið.

„Þegar menn verða of ljótir í kjaftinum geta menn fengið rautt spjald. Við vorum svolítið pirraðir í dag og réðum kannski ekki við skapið í okkur á köflum, þá getur þetta farið svona."

Pálmi Rafn tjáði sig að lokum um meiðsli Pablo Punyed sem þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik. Pálmi segir hann hafa orðið fyrir ljótri tæklingu en verði fljótur að jafna sig, grjótharður hann Pablo.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner