Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 05. desember 2019 21:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi Rafn: Rautt spjald þegar menn verða of ljótir í kjaftinum
Pálmi í leik gegn FH í sumar.
Pálmi í leik gegn FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svekkjandi, fyrri hálfleikurinn eyðilagði þetta þar sem þeir pressa okkur og skora einföld mörk. Þegar við erum að komast inn í leikinn hleypum við þeim aftur í tveggja marka forystu," sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-2 tap gegn Val í úrslitum Bose-mótsins.

„Mótið hefur verið mjög flott. Unnum alla leiki nema þennan og ber að hrósa Gústa (Ágústi Gylfasyni) og Origo fyrir mótið, geggjað mót."

Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks. Pálmi var spurður út í atvikið.

„Þegar menn verða of ljótir í kjaftinum geta menn fengið rautt spjald. Við vorum svolítið pirraðir í dag og réðum kannski ekki við skapið í okkur á köflum, þá getur þetta farið svona."

Pálmi Rafn tjáði sig að lokum um meiðsli Pablo Punyed sem þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik. Pálmi segir hann hafa orðið fyrir ljótri tæklingu en verði fljótur að jafna sig, grjótharður hann Pablo.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir