Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 06. júní 2020 15:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Hef verið að lesa Gazzettuna
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur með sína menn eftir 5-3 sigur á Fjölnismönnum, en æfingaleikurinn fór fram í blíðunni í Hafnarfirði klukkan 12:00 í dag.

Fjölnir komst yfir 2-0 en FH-ingar snéru því sér í haginn og komu sterkir til baka og unnu baráttusigur, 5-3.

„Fínn leikur, Fjölnir kemst yfir og við komum sterkt inn í leikinn aftur og ánægður með liðið, það hélt áfram. Fjölnir eru ekkert lélegt lið, börðust vel og voru skipulagðir og voru að stríða okkur verulega, menn eru búnir að vera leiðinlegir við þá, ég held að þeir eigi eftir að spjara sig mjög vel í sumar," sagði Óli í viðtali eftir leikinn.

Emil Hallfreðsson er búinn að vera mikið orðaður við FH seinustu vikur. Hann spilaði ekki í dag, en spurning hvort hann spili með FH í sumar.

„Nei nei, ég er búinn að vera lesa Gazzettuna og reyna lesa á ítölsku og finna út hvað er að gerast þar og það er einhvað óljóst þannig við erum ekkert að fókusera á það, en það sem gerist með Emil kemur bara í ljós en við einbeitum okkur að þeim næsta leik og þeim leikmönnum sem eru hérna núna," sagði Óli um stöðu Emils hjá FH.

Eftir að hafa fengið til sín Hörð Inga, Pétur Viðars, Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson eru FH-ingar ennþá að skoða í kringum sig.

„Eins og ég hef sagt þá er þetta alltaf lifandi með hópinn og það getur vel verið við bætum við okkur einum manni á næstu dögum og vikum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner