Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   lau 06. júní 2020 15:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Hef verið að lesa Gazzettuna
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur með sína menn eftir 5-3 sigur á Fjölnismönnum, en æfingaleikurinn fór fram í blíðunni í Hafnarfirði klukkan 12:00 í dag.

Fjölnir komst yfir 2-0 en FH-ingar snéru því sér í haginn og komu sterkir til baka og unnu baráttusigur, 5-3.

„Fínn leikur, Fjölnir kemst yfir og við komum sterkt inn í leikinn aftur og ánægður með liðið, það hélt áfram. Fjölnir eru ekkert lélegt lið, börðust vel og voru skipulagðir og voru að stríða okkur verulega, menn eru búnir að vera leiðinlegir við þá, ég held að þeir eigi eftir að spjara sig mjög vel í sumar," sagði Óli í viðtali eftir leikinn.

Emil Hallfreðsson er búinn að vera mikið orðaður við FH seinustu vikur. Hann spilaði ekki í dag, en spurning hvort hann spili með FH í sumar.

„Nei nei, ég er búinn að vera lesa Gazzettuna og reyna lesa á ítölsku og finna út hvað er að gerast þar og það er einhvað óljóst þannig við erum ekkert að fókusera á það, en það sem gerist með Emil kemur bara í ljós en við einbeitum okkur að þeim næsta leik og þeim leikmönnum sem eru hérna núna," sagði Óli um stöðu Emils hjá FH.

Eftir að hafa fengið til sín Hörð Inga, Pétur Viðars, Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson eru FH-ingar ennþá að skoða í kringum sig.

„Eins og ég hef sagt þá er þetta alltaf lifandi með hópinn og það getur vel verið við bætum við okkur einum manni á næstu dögum og vikum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir