Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 06. júní 2020 15:12
Arnar Laufdal Arnarsson
Óli Kristjáns: Hef verið að lesa Gazzettuna
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Óli var sáttur með lærisveina sína í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var sáttur með sína menn eftir 5-3 sigur á Fjölnismönnum, en æfingaleikurinn fór fram í blíðunni í Hafnarfirði klukkan 12:00 í dag.

Fjölnir komst yfir 2-0 en FH-ingar snéru því sér í haginn og komu sterkir til baka og unnu baráttusigur, 5-3.

„Fínn leikur, Fjölnir kemst yfir og við komum sterkt inn í leikinn aftur og ánægður með liðið, það hélt áfram. Fjölnir eru ekkert lélegt lið, börðust vel og voru skipulagðir og voru að stríða okkur verulega, menn eru búnir að vera leiðinlegir við þá, ég held að þeir eigi eftir að spjara sig mjög vel í sumar," sagði Óli í viðtali eftir leikinn.

Emil Hallfreðsson er búinn að vera mikið orðaður við FH seinustu vikur. Hann spilaði ekki í dag, en spurning hvort hann spili með FH í sumar.

„Nei nei, ég er búinn að vera lesa Gazzettuna og reyna lesa á ítölsku og finna út hvað er að gerast þar og það er einhvað óljóst þannig við erum ekkert að fókusera á það, en það sem gerist með Emil kemur bara í ljós en við einbeitum okkur að þeim næsta leik og þeim leikmönnum sem eru hérna núna," sagði Óli um stöðu Emils hjá FH.

Eftir að hafa fengið til sín Hörð Inga, Pétur Viðars, Baldur Sigurðsson og Daníel Hafsteinsson eru FH-ingar ennþá að skoða í kringum sig.

„Eins og ég hef sagt þá er þetta alltaf lifandi með hópinn og það getur vel verið við bætum við okkur einum manni á næstu dögum og vikum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner