Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   þri 06. júní 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti enn efstur á blaði hjá Brasilíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ednaldo Rodrigues, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins, staðfesti í viðtali í dag að Carlo Ancelotti sé efstur á óskalistanum til að taka við brasilíska landsliðinu.


Mikið hefur verið rætt um framtíð Ancelotti eftir að Real Madrid mistókst að vinna spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu á tímabilinu, en Ancelotti á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hefur ekki áhuga á að binda endi á það samkomulag.

Real Madrid virðist ekki ætla að reka ítalska þjálfarann en brasilíska knattspyrnusambandið hefur áhuga á að skoða hvort Ancelotti hafi áhuga á að stýra Brasilíu samhliða starfi sínu hjá Real Madrid.

Rodrigues ætlar að nýta æfingalandsleiki Brasilíu í sumar til að funda með Ancelotti og Florentino Perez, forseta Real Madrid.

„Carlo er ennþá plan A og við munum ræða saman í æfingaferðinni, þá mun framtíðin skýrast," sagði Rodrigues á fréttamannafundi í Rio de janeiro.

Brasilía mætir Gíneu og Senegal 17. og 20. júní en leikirnir munu fara fram á Spáni og í Portúgal.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner