Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 06. júní 2023 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hareide í viðtali: Finnst hann vera tákn fyrir íslenska orku
Icelandair
Hareide brosandi á fréttamannafundinum í dag.
Hareide brosandi á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason snýr aftur í hópinn.
Birkir Bjarnason snýr aftur í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli. Vonandi verður nú betur mætt en þetta á næstu leiki.
Frá Laugardalsvelli. Vonandi verður nú betur mætt en þetta á næstu leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef notið þess að horfa á leiki hérna, það er mikið af efnilegum leikmönnum á Íslandi. Veðrið, það hefur verið kalt, en ég er frá vesturströnd Noregs og við fáum rigninguna sem kemur frá Íslandi. Þetta hefur verið fínt og ég kann mjög vel við fólkið. Ég finn að fólkið vill að íslenska landsliðið standi sig vel," sagði Age Hareide í viðtali við Fótbolta.net eftir að hann tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag.

Hareide tók við landsliðinu í apríl og hefur undanfarnar vikur horft á ansi marga fótboltaleiki, bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum.

Hann segir að það hafi verið erfitt verkefni að velja hópinn en hægt er að skoða hann hérna.

„Þetta er alltaf erfitt því þú þarft að skilja menn eftir utan hóps og það er ekki auðvelt að gera, en þú verður að gera það. Þú verður að velja þína leikmenn. Þessir leikmenn sem eru utan hópsins núna eiga þann möguleika að komast í næsta hóp. Þetta þýðir ekki að þú sért utan hópsins að eilífu," segir Hareide

Hefur hitt marga leikmenn undanfarnar vikur
Hann er búinn að vera að kynnast leikmönnum undanfarnar vikur og hefur farið víða til þess að hitta þá.

„Ég hef ferðast til Danmerkur, Svíþjóðar, Hollands og Englands til að hitta leikmenn. Ég hef ekki farið til Ítalíu og Grikklands, ég þarf að bíða eftir því. Ég hef komið víða við. Ég hef líka talað við ýmsa leikmenn í gegnum tíma. Ég hef talað við Victor í Bandaríkjunum í gegnum síma. Þetta hefur verið áhugavert og ég finn á leikmönnunum að þeir eru spenntir."

„Samtölin hafa verið mjög góð. Ég talaði fyrst við Aron (Einar Gunnarsson) í Katar. Hann var sá fyrsti sem ég hafði samband við eftir að ég fékk starfið þar sem hann er fyrirliðinn. Ég var mjög ánægður með áhugann hjá honum og hvað hann er staðráðinn í að spila fyrir Ísland. Það er mikilvægt hugarfar hjá fyrirliðanum."

Birkir snýr aftur í hópinn og Kristian er nýliði
Einn af þeim leikmönnum sem snýr aftur í hópinn frá því síðast er Birkir Bjarnason. Hann er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska landsliðsins en hann var ekki með í síðasta hóp. Birkir, sem er 35 ára gamall, snýr aftur í hópinn núna.

„Ég þekki Birkir frá tíma mínum með Viking í Noregi. Ég var með hann sem leikmann þar," segir Hareide og hélt áfram:

„Mér finnst hann vera tákn fyrir íslenska orku, hugarfarið til að vinna. Hann leggur svo mikið á sig og er góður náungi. Það var enginn efi hjá mér. Hann er í nægilega góðu standi og er búinn að fá mínútur hjá Viking. Ég vil hafa hann í hópnum mínum."

Verður uppselt á völlinn?
Hareide telur að hópurinn sem er valinn núna sé sterkur. „Ég tel að þetta sé sterkur hópur og að það séu margir góðir fótboltamenn í hópnum. Það eru líka ungir leikmenn sem þurfa reynslu með landsliðinu. Þeir þurfa að læra af eldri strákunum. Ég er bjartsýnn fyrir framtíðina."

Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal á heimavelli í þessu verkefni. Hareide er vongóður um að völlurinn verði fullur af stuðningsfólki Íslands. „Það er það sem ég bið fyrir, að fólk komi á þjóðhátíðardaginn 17. júní og horfi á leikinn gegn Slóvakíu."

„Vonandi fögnum við vel eftir leikinn. Ég vonast til að sjá víkingaklappið."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Norðmaðurinn segir að Slóvakía sé helsti andstæðingur okkar í baráttunni um annað sætið, ásamt Bosníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner