Allir fjórir leikirnir klukkan 18:00 í kvöld
Í kvöld fara átta-liða úrslitin í Fótbolti.net bikarinn fram í heild sinni. Allir fjórir leikirnir hefjast á sama tíma, klukkan 18:00. Núna þarf aðeins að vinna tvo leiki í viðbót til að komast alla leið á Laugardalsvöllinn.
Ástríðukóngurinn Sverrir Mar Smárason heldur áfram að spá í leikina. Hingað til er hann búinn að spá 20 af 24 réttum liðum áfram sem er ansi vel gert.
Svona spáir hann leikjum kvöldsins
Ástríðukóngurinn Sverrir Mar Smárason heldur áfram að spá í leikina. Hingað til er hann búinn að spá 20 af 24 réttum liðum áfram sem er ansi vel gert.
Svona spáir hann leikjum kvöldsins
Augnablik 2 - 1 KFA
Það er eitthvað steikt í gangi hjá KFA. Mæk hættur og svo mæta þeir inn í Portúgal þar sem öllum líður illa. Augnablik vinnur þennan leik með tveimur mörkum frá Laufdal.
Selfoss 3 - 2 Haukar
Selfyssingar á góðu skriði og erfitt að vinna þá. Áfram heldur Gonzi að skora mörkin. Verður hörku leikur samt og Haukarnir jafna tvisvar.
Tindastóll 1 - 3 Kári
Mínir menn eru í góðum gír þessar vikurnar. Sigurður Hrannar, frændi minn, er loksins kominn heim og hann skorar strax í þessum leik. Hólmar Daði, frændi minn, fær rautt í liði Tindastóls eftir að hafa skorað með skoti af 40 metrum.
Vængir 3 - 4 Árbær
Vængirnir eru svona lið, maður getur ekki annað spáð en einhverri þvælu. Fullt af mörkum, liðin skiptast á að leiða en svo skiptir Baddi sér sjálfum inná í framlengingu og skorar sigurmarkið.
Athugasemdir