Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 07. janúar 2021 14:46
Elvar Geir Magnússon
Smit hjá Aston Villa - Æfingasvæðinu lokað og leikurinn gegn Liverpool í hættu
Bikarleikur Aston Villa og Liverpool sem átti að vera á morgun, föstudag, er í hættu en í tilkynningu er sagt að fjöldi leikmanna Aston Villa séu komnir í einangrun vegna Covid-19.

Búið er að aflýsa æfingu liðsins sem átti að vera í dag og loka æfingasvæði félagsins.

Í skimunum sem framkvæmdar voru í vikunni greindust margir hjá Villa með veiruna og fleiri bættust við í skimunum sem framkvæmdar voru í morgun.

Mjög ólíklegt er að leikur Villa og Liverpool verði annað kvöld en í yfirlýsingu Aston Villa segir að viðræður séu í gangi milli félagsins, enska knattspyrnusambandsins og ensku úrvalsdeildarinnar.

Fyrr í dag var tilkynnt að leik Sothampton og Shrewsbury hafi verið frestað vegna smita í herbúðum síðarnefnda félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner