Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 07. janúar 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
„Fótboltaguðirnir eru á móti okkur“
Rob Edwards, stjóri Luton.
Rob Edwards, stjóri Luton.
Mynd: EPA
Vandræði Luton halda áfram en liðið tapaði 2-1 gegn QPR. Luton er aðeins með 25 stig eftir 26 umferðir í Championship deildinni - tveimur stigum frá fallsæti. Þetta var fjórða tap liðsins í röð.

Það var heppnisstimpill yfir sigurmarki QPR en boltinn breytti um stefnu áður en hann endaði í netinu.

„Við fengum sjálfir mjög góð færi en þetta er enn einn leikurinn þar sem ég er að segja sömu hlutina. Heppnn var með þeim og maður hreinlega horfir til himins. Það er ekkert að ganga upp hjá okkur og það er eins og fótboltaguðirnir séu á móti okkur. Leikmenn gefa allt sem þeir eiga en þetta er úrslitabransi," segir Rob Edwards, stjóri Luton.

QPR er hinsvegar um miðja deild með 32 stig, átta stigum frá umspilssæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 14 9 4 1 39 13 +26 31
2 Stoke City 14 8 3 3 21 9 +12 27
3 Middlesbrough 14 7 5 2 17 12 +5 26
4 Millwall 14 7 3 4 16 19 -3 24
5 Charlton Athletic 14 6 5 3 16 11 +5 23
6 Preston NE 13 6 4 3 17 12 +5 22
7 Bristol City 14 6 4 4 21 17 +4 22
8 Hull City 14 6 4 4 23 22 +1 22
9 Birmingham 14 6 3 5 19 15 +4 21
10 Ipswich Town 13 5 5 3 22 15 +7 20
11 Derby County 14 5 5 4 18 18 0 20
12 Watford 14 5 4 5 18 17 +1 19
13 Leicester 14 4 6 4 16 15 +1 18
14 West Brom 14 5 3 6 12 15 -3 18
15 QPR 13 5 3 5 16 21 -5 18
16 Wrexham 13 4 5 4 19 19 0 17
17 Swansea 13 4 5 4 13 13 0 17
18 Blackburn 13 5 1 7 13 17 -4 16
19 Oxford United 14 3 4 7 15 20 -5 13
20 Portsmouth 13 3 4 6 10 17 -7 13
21 Southampton 13 2 6 5 13 19 -6 12
22 Sheffield Utd 14 3 0 11 11 26 -15 9
23 Norwich 13 2 2 9 12 20 -8 8
24 Sheff Wed 13 1 4 8 10 25 -15 -5
Athugasemdir