Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 07. maí 2021 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Bjarni Jó: Miklu meiri standard en maður átti von á
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson þjálfarar Njarðvíkur
Bjarni Jóhannsson og Hólmar Örn Rúnarsson þjálfarar Njarðvíkur
Mynd: VF-myndir: Pket
Njarðvíkingar fengu Þrótt Vogum í heimsókn í sannkölluðum stórslag í 2.deild karla á Rafholtsvellinum nú kvöld.
Báðum þessum liðum er spáð baráttu um að komast upp í Lengjudeildina að ári og er Njarðvíkingum spáð 2.sætinu og Þrótti Vogum 1.sætinu.

Þetta var bara þrælfínn leikur hjá okkur svona lungað úr leiknum. Fannst við hafa ágætis tök á leiknum og fannst við koma mjög vel inn í hann og þetta Þróttara lið er búið að vera óstöðvandi hérna í allan vetur þannig þetta var vel gert hjá okkur svona framan af Sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Njarðvík 3 -  3 Þróttur V.

Við eigum auðvitað að verja 3-1. Við eigum alveg að vera það öflugir að geta varið það en þeir komu með þvílíkum látum með þessum skiptingum sínum og uppskáru 2 mörk en ég hefði viljað sjá okkur verja forystuna betur.

Báðum þessum liðum er spáð upp en aðspurður sagði Bjarni Jó það ekki skipta máli hvenær þeir mættu þeim.
Ég held að það sé alveg sama hvenær maður mætir þeim, maður verður einhvertíman að mæta þeim og þetta var bara hörku leikur og miklu meiri standard en maður átti von á.

Það er alltaf verið að kíkja á hlutina og þessum liðum er spáð upp en maður hefur séð alltof lítið af þessum liðum sem eru í þessari deild en vonandi tekst okkur að vera í þessari toppbaráttu. Sagði Bjarni Jó aðspurður um styrk hópsins sem hann er með og hvort hann vildi bæta einhverju við.

Nánar er rætt við Bjarna í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner