Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 07. júlí 2020 23:12
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Sveins: Veit ekki með heppni - Erum með góðan markmann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson þjálfari Fram var ánægður með sigur sinna manna gegn Víkingi á Ólafsvík fyrr í kvöld. Fram er með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðir Lengjudeildarinnar.

Fram komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Víkingur minnkaði muninn og komst nokkrum sinnum nálægt því að jafna eftir leikhlé.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og nýttum okkur veikleika á svæði og mér fannst við svo koma vel inn í seinni hálfleikinn. Þeir voru 2-0 undir á heimavelli og við vissum alveg að þeir hlytu að mæta brjálaðir út í seinni hálfleikinn," sagði Jón að leikslokum.

„Við vildum bæta þriðja markinu við en það tókst ekki og þeir settu mark tiltölulega snemma í seinni hálfleik. Þá þurftum við bara að elta þá og verja þessi stig, sem betur fer tókst það á endanum."

Jón hrósaði Ólafi Íshólm Ólafssyni markverði sínum í hástert að leikslokum þegar fréttamaður talaði um heppni að Víkingur hafi ekki skorað jöfnunarmark í síðari hálfleik.

„Ég veit ekki með heppni, við vorum með tvær, þrjár gæðamarkvörslur. Við erum sem betur fer með góðan markmann og hann tók þessi færi, þannig að á endanum skoruðum við fleiri mörk og fengum þrjú stig.

„Við vitum að það eru mikil gæði í þessu Víkingsliði. Það eru mikil einstaklingsgæði í þessu liði og þú þarft að vera á tánum allan leikinn til að fá eitthvað útúr þessu og við gerðum það."

Athugasemdir
banner
banner