Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður: Með einn mann til að bomba á
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki klárir þegar þeir leggja af stað í þessa sókn og fá fría fyrirgjöf og hann skorar með hendinni og þeir sjá það ekki dómaranir en þá er það bara þannig.“
Voru fyrstu orð Sigurðar Höskuldssonar aðspurður um þá blautu tusku sem þriðja mark ÍBV var sem Gary Martin skoraði með hendi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik, uppspilið okkar var ekki gott og ég er mjög óánægður með það. Svo varð það töluvert betra í seinni hálfleik. Þeir breyttu leikkerfinu sem stuðaði okkur aðeins.“

Eyjamenn beittu talsvert af löngum boltum úr öftustu línu fyrir fljóta framherja liðsins að eltast við sem ollu nokkrum usla í vörn Leiknis.

„Mér finnst alveg ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild spili svona fótbolta. Að lið með svona hóp stóli á einn mann til að bomba á og bara til hamingju með það mér finnst það ótrúlegt.“

Leiknir varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Vuk Oskar Dimitrijevic þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Hann fékk eitthvað högg og bara svona dead leg, það verður allt í lagi með hann og ég vona að hann verði klár í næsta leik en ég er ekki viss en á alveg eins trú á því. en við erum með stórann og flottann hóp svo það truflar mig ekki neitt.“
Athugasemdir
banner