Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður: Með einn mann til að bomba á
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki klárir þegar þeir leggja af stað í þessa sókn og fá fría fyrirgjöf og hann skorar með hendinni og þeir sjá það ekki dómaranir en þá er það bara þannig.“
Voru fyrstu orð Sigurðar Höskuldssonar aðspurður um þá blautu tusku sem þriðja mark ÍBV var sem Gary Martin skoraði með hendi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik, uppspilið okkar var ekki gott og ég er mjög óánægður með það. Svo varð það töluvert betra í seinni hálfleik. Þeir breyttu leikkerfinu sem stuðaði okkur aðeins.“

Eyjamenn beittu talsvert af löngum boltum úr öftustu línu fyrir fljóta framherja liðsins að eltast við sem ollu nokkrum usla í vörn Leiknis.

„Mér finnst alveg ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild spili svona fótbolta. Að lið með svona hóp stóli á einn mann til að bomba á og bara til hamingju með það mér finnst það ótrúlegt.“

Leiknir varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Vuk Oskar Dimitrijevic þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Hann fékk eitthvað högg og bara svona dead leg, það verður allt í lagi með hann og ég vona að hann verði klár í næsta leik en ég er ekki viss en á alveg eins trú á því. en við erum með stórann og flottann hóp svo það truflar mig ekki neitt.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner