Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á því að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   lau 08. janúar 2022 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson er við það að ganga í raðir Kalmar í Svíþjóð eftir þrjú tímabil með Álasundi í Noregi. Davíð er 26 ára og spilar oftast í stöðu vinstri bakvarðar.

Davíð ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í Kalmar.

„Staðan á mér er góð. Það ætti að skýrast á næstu dögum varðandi Kalmar. Ég myndi segja að þetta væri mjög líklega að ganga í gegn. Ég er að fara erlendis á næstu dögum," sagði Davíð.

Kom ekki til greina að þú yrðir áfram hjá Álasundi og spilaðir með liðinu í efstu deild á næsta tímabili?

„Mér leið mjög vel inn á vellinum í treyju Álasunds og þetta er geggjaður klúbbur þannig það var ekkert útilokað þannig séð. Mig langaði aðeins að bíða og sjá hvað kæmi upp. Það kom upp í hugann á mér að það væri kominn tími á næsta skref á ferlinum hjá mér."

Samningur Davíðs við Álasund rann út um áramótin. Á þessum þremur tímabilum í Noregi, varstu einhvern tímann nálægt því að gefast upp og fara frá félaginu?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar ég kom heim eftir 2020 tímabilið var maður smá lítill í sér en svo kom maður bara aftur út og maður fann að menn voru smá „salty" fyrstu vikuna en mig langaði bara að standa mig vel fyrir klúbbinn 2021," sagði Davíð.

Hann ræðir meira um Álasund, að vera með Íslendingum í liði og svo íslenska landsliðið í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir