Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   lau 08. janúar 2022 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson er við það að ganga í raðir Kalmar í Svíþjóð eftir þrjú tímabil með Álasundi í Noregi. Davíð er 26 ára og spilar oftast í stöðu vinstri bakvarðar.

Davíð ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í Kalmar.

„Staðan á mér er góð. Það ætti að skýrast á næstu dögum varðandi Kalmar. Ég myndi segja að þetta væri mjög líklega að ganga í gegn. Ég er að fara erlendis á næstu dögum," sagði Davíð.

Kom ekki til greina að þú yrðir áfram hjá Álasundi og spilaðir með liðinu í efstu deild á næsta tímabili?

„Mér leið mjög vel inn á vellinum í treyju Álasunds og þetta er geggjaður klúbbur þannig það var ekkert útilokað þannig séð. Mig langaði aðeins að bíða og sjá hvað kæmi upp. Það kom upp í hugann á mér að það væri kominn tími á næsta skref á ferlinum hjá mér."

Samningur Davíðs við Álasund rann út um áramótin. Á þessum þremur tímabilum í Noregi, varstu einhvern tímann nálægt því að gefast upp og fara frá félaginu?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar ég kom heim eftir 2020 tímabilið var maður smá lítill í sér en svo kom maður bara aftur út og maður fann að menn voru smá „salty" fyrstu vikuna en mig langaði bara að standa mig vel fyrir klúbbinn 2021," sagði Davíð.

Hann ræðir meira um Álasund, að vera með Íslendingum í liði og svo íslenska landsliðið í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner