Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 08. janúar 2022 11:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson er við það að ganga í raðir Kalmar í Svíþjóð eftir þrjú tímabil með Álasundi í Noregi. Davíð er 26 ára og spilar oftast í stöðu vinstri bakvarðar.

Davíð ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í Kalmar.

„Staðan á mér er góð. Það ætti að skýrast á næstu dögum varðandi Kalmar. Ég myndi segja að þetta væri mjög líklega að ganga í gegn. Ég er að fara erlendis á næstu dögum," sagði Davíð.

Kom ekki til greina að þú yrðir áfram hjá Álasundi og spilaðir með liðinu í efstu deild á næsta tímabili?

„Mér leið mjög vel inn á vellinum í treyju Álasunds og þetta er geggjaður klúbbur þannig það var ekkert útilokað þannig séð. Mig langaði aðeins að bíða og sjá hvað kæmi upp. Það kom upp í hugann á mér að það væri kominn tími á næsta skref á ferlinum hjá mér."

Samningur Davíðs við Álasund rann út um áramótin. Á þessum þremur tímabilum í Noregi, varstu einhvern tímann nálægt því að gefast upp og fara frá félaginu?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Þegar ég kom heim eftir 2020 tímabilið var maður smá lítill í sér en svo kom maður bara aftur út og maður fann að menn voru smá „salty" fyrstu vikuna en mig langaði bara að standa mig vel fyrir klúbbinn 2021," sagði Davíð.

Hann ræðir meira um Álasund, að vera með Íslendingum í liði og svo íslenska landsliðið í viðtalinu sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner